Ferill 771. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1318  —  771. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um starfsemi fjárhagsupplýsingastofa.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvernig er tryggt og hver ber ábyrgð á því að upplýsingar eldri en fjögurra ára eða upplýsingar um kröfu sem hefur verið komið í skil verði eftir það ekki notaðar með neikvæðum áhrifum við gerð lánshæfismats, sbr. 2. tölul. svars ráðherra við fyrirspurn um vinnslu og miðlun upplýsinga um umdeildar skuldir á þskj. 1264?
     2.      Við hvaða upphafsdag skal miða það fjögurra ára tímabil sem heimilt er að miðla fjárhagsupplýsingum í?
     3.      Hver ber ábyrgð á því tilkynna fjárhagsupplýsingastofu um að kröfu hafi verið komið í skil og upplýsingum um hana skuli því eyða? Geri kröfuhafi það ekki og greiðandi þurfi því að gera það sjálfur, þarf hann að sanna að krafan sé komin í skil og þá hvernig?
     4.      Hversu oft hefur viðurlögum verið beitt vegna miðlunar eða vinnslu fjárhagsupplýsinga, sbr. 3 tölul. fyrrgreinds svars við fyrirspurn á þskj. 1264, sundurliðað eftir árum:
                  a.      í formi hækkunar áskriftargjalds af hálfu fjárhagsupplýsingastofu,
                  b.      í formi uppsagnar áskriftarsamnings af hálfu fjárhagsupplýsingastofu,
                  c.      í formi stjórnvaldssektar af hálfu Persónuverndar, eða
                  d.      í formi sviptingar leyfis af hálfu Persónuverndar?
        Hvaða fyrirkomulag er á opinberri birtingu slíkra ákvarðana?
     5.      Telur ráðherra forsvaranlegt að það sé í verkahring fjárhagsupplýsingastofu að beita ábyrgðaraðila, þ.e. kröfuhafa eða umboðsmann hans sem notar vanskilaskrána hverju sinni, viðurlögum með hækkun áskriftargjalds eða uppsögn áskriftarsamnings, þegar stofan hefur sjálf hagsmuni af því að verða ekki af áskriftartekjum vegna uppsagnar áskriftarsamnings? Telur ráðherra koma til greina að fela opinberum aðila þetta hlutverk, t.d. Persónuvernd?
     6.      Hvernig telur ráðherra rétt að bregðast við þeim upplýsingum, sem koma fram í 4. tölul. fyrrgreinds svars við fyrirspurn á þskj. 1264, að tíunda hver kvörtun til Persónuverndar tengist starfsemi eins og sama fyrirtækisins?


Skriflegt svar óskast.