Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1321  —  533. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um kostnað við hjúkrunar- og bráðarými.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er kostnaður við hjúkrunarrými annars vegar og við bráðarými hins vegar á sólarhring hjá eftirfarandi sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum:
     a.      Landspítalanum,
     b.      Sjúkrahúsinu á Akureyri,
     c.      Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
     d.      Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
     e.      Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
     f.      Heilbrigðisstofnun Austurlands,
     g.      Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
     h.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja?


    Er svar við fyrirspurn þessari var undirbúið var í upphafi stefnt að því að svörin yrðu sambærileg og samanburðarhæf. Var t.d. gerð sú tillaga að allar stofnanir skyldu miða við heildarkostnað í bókhaldi sem hlutfall af fjölda rýma og að heilbrigðisstofnanir skyldu miða við að sjúkrarými væru bráðarými. Fljótlega kom í ljós að vandkvæðum yrði bundið að samræma svör því að umræddur kostnaður er mismunandi milli stofnana, t.d. vegna mismunandi aðgerða á hverjum stað, enda eðli starfsemi stofnananna ólíkt. Þá er skráning kostnaðar ekki alls staðar eins og ekki alls staðar farið á sama hátt með sameiginlegan kostnað, svo sem læknakostnað. Af þessum ástæðum var farin sú leið að hver stofnun svaraði fyrirspurninni miðað við eigin forsendur. Svör bárust frá öllum stofnunum nema Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Landspítali.
    Sá fyrirvari er gerður að fyrirspurnin er lítt skilgreind. Unnt er að fara margar mismunandi leiðir að því að meta kostnað þann sem spurt er um. Til bráðarýma á Landspítala eru hér talin öll legupláss á legudeildum öðrum en biðdeild á Vífilsstöðum. Ljóst er að kostnaður er mjög breytilegur eftir sjúkdómi hvers og eins sjúklings og eftir því hvers konar deild er um að ræða; t.d. er mikill munur á kostnaði á bráðaöldrunardeild annars vegar og gjörgæsludeild hins vegar svo að dæmi sé tekið. Hér er um meðaltalstölur að ræða. Sömuleiðis er ekki tilgreint í fyrirspurninni hvaða kostnaður skuli vera innifalinn. Hér er farin sú leið að horfa til grunnkostnaðar á deild sem að mestu er án tiltekins meðferðarkostnaðar. Innifalinn er þó lyfjakostnaður og rannsóknarkostnaður en læknakostnaður og meiri háttar meðferðarkostnaður eins og á skurðstofu er undanskilinn. Nánar er vísað til skýringa með töflu.





Nóv. 2019 2019
1) Fjöldi legudaga, bráðarými 203,506
Fjöldi legudaga, hjúkrunarrými (Vífilsstaðir) 15,721
1) Fjöldi opinna rúma, bráðarými 585
Fjöldi opinna rúma, hjúkrunarrými (Vífilsstaðir) 42
1) Fjöldi opinna rúma, ef mönnun væri fyrir hendi, bráðarými 630
Fjöldi opinna rúma, ef mönnun/fjármagn væri fyrir hendi, hjúkrunarrými 44

Kostnaður við bráðarými 1) m.kr
3) Launagjöld 17,739
4) Önnur rekstrargjöld 6,524
Samtals 24,263
Kostnaður á sólarhring við hvert bráðarými 5) kr.
Miðað við fjölda legudaga 119.225
Miðað við fjölda opinna rúma í nóvember 2019 113.630

Kostnaður við hjúkrunarrými 2) m.kr
3) Launagjöld 656
4) Önnur rekstrargjöld 168
Samtals 823

Kostnaður við hvert hjúkrunarrými á sólarhring (biðdeild aldraðra á Vífilsstöðum) 5) kr.
Miðað við fjölda legudaga 52.376
Miðað við fjölda opinna rúma í nóvember 2019 53.712

Skýringar:
1) Allar legudeildir án biðdeildar á Vífilsstöðum, þ.m.t. aðrar öldrunardeildir, geðdeildir, endurhæfingardeildir og gjörgæsludeildir auk bráðadeilda í lyflækningum og skurðlækningum.
2) Biðdeild aldraðra á Vífilsstöðum.
3) Bein launagjöld deilda (án læknakostnaðar).
4) Bein rekstrargjöld á deild, almenn rekstrargjöld og sérgreind vara, lyf, rannsóknarkostnaður og aðkeypt þjónusta, svo sem sjúkraflutningar, túlkar, yfirseta o.fl. Afskriftir tækja og búnaðar á legudeildum. Hlutdeild í rekstri og umsjón húsnæðis.
5) Án læknakostnaðar, án sérstaks meðferðarkostnaðar, t.d. skurðaðgerða eða speglana, án kostnaðar vegna t.d. sjúkraþjálfunar, sálgæslu, næringarráðgjafar o.s.frv. Án yfirstjórnunarkostnaðar (þ.m.t. fjármál, mannauðsmál, kennsla og vísindi).

Sjúkrahúsið á Akureyri.
    Árið 2019 var kostnaður Sjúkrahússins á Akureyri vegna bráðarýma 112.773 kr. á sólarhring. Um er að ræða kostnað vegna skurðlækningadeildar, lyflækningadeildar, barnadeildar og fæðingardeildar.
    Kostnaður vegna gjörgæsludeildar er eðli málsins samkvæmt mun hærri og ekki tekinn með. Kostnaður vegna geðdeildar er ekki reiknaður með þar sem starfsemi deildarinnar blandast við göngudeildarstarfsemi og því nokkur vinna að reikna nákvæmlega kostnað þeirra rýma sérstaklega. Þá er Sjúkrahúsið á Akureyri með endurhæfingar- og öldrunarrými að Kristnesi en sú starfsemi er að eðli ólík bráða- og hjúkrunarrýmum og því ekki reiknuð inn í framangreinda tölu.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
    Kostnaður við bráða- og hjúkrunarrými árið 2019 var eins og að neðan greinir.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
    Helstu forsendur hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru þær að heildargjöldum hjúkrunar- og sjúkrasviðs á rekstrarárinu 2019, að teknu tilliti til sértekna, er deilt niður á fjölda bráða- og hjúkrunarrýma. Þá er deilt í árlegan kostnað á rými með 365 dögum.

Rekstraryfirlit 2019 Heilsugæslusvið Sjúkrasvið Hjúkrunarsvið Samtals
Gjöld að frádr. sértekjum 881.326.609 986.493.355 768.470.540 2.636.290.504
Hjúkrunar- og bráðarými – fjöldi Bráðarými Hjúkrunarrými Samtals
Eyri – hjúkrunarheimili 30 30
Fæðingardeild 3 3
Berg – hjúkrunarheimili, Bolungarvík 10 10
Bráðadeild (legudeild) 15 15
Legudeild, Patreksfirði 2 11 13
Tjörn – hjúkrunarheimili, Þingeyri 6 6
Fjöldi samtals 20 57 77
Árlegur kostnaður við rými 49.324.668 13.481.939
Sólarhringskostnaður við rými 135.136 36.937
    
Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Fjöldi hjúkrunarrýma Fjöldi sjúkrarýma
Neskaupstaður 10 23
Egilsstaðir 32 4
Seyðisfjörður 18
Samtals 60 27

Kostnaður við bráða- og hjúkrunarrými HSA 2019
Fjöldi rýma Kostnaður Kostnaður á rými Kostn. á dag / 365
Neskaupstaður
Bráðarými Lyflækningadeild/fæðingardeild/skurðdeild/endurhæfing 23 757.237.387 32.923.365 90.201
Hjúkrunarheimili 10 116.995.968 11.699.597 32.054
Egilsstaðir
Hjúkrunarheimili* 36 582.662.611 16.185.073 44.343
Seyðisfjörður
Hjúkrunarheimili 18 321.004.136 17.833.563 48.859
Samtals 87 1.777.900.102 20.435.633 55.988
* Þar af 4 sjúkrarými

    Í Neskaupstað er um að ræða beinan kostnað bráðarýmis og hjúkrunarheimilis án sameiginlegs kostnaðar, svo sem vegna eldhúss, ræstingar o.fl. Hjúkrunarheimilin á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru með öllum kostnaði eins og eldhúsi, ræstingu o.fl.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
    Miðað var við heildarkostnað eins og hann er færður í bókhald og miðað var við að sjúkrarými séu bráðarými. Við mat á kostnaði var miðað við kostnaðartölur frá árinu 2018 þar sem enn er greind kostnaðarskipting milli fjárlagaviðfanga 2019. Þegar horft er á sjúkrasvið var ekki tekið tillit til beins kostnaðar bráðadeildar.
     *      Miðað er við 32 sjúkrarými, 14 í Vestmannaeyjum og 18 á Selfossi. Heildarkostnaður á hvert rými á dag miðað við 365 daga á ári er 96.185 kr.
     *      Miðað er við 49 hjúkrunarrými, 42 á Selfossi og 7 í Vestmannaeyjum. Heildarkostnaður á hvert rými á dag miðað við 365 daga á ári er 43.308 kr.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
    Í fyrsta lagi eru engin bráðarými sem slík hjá HSS, en þar er rekin 23 rýma almenn legudeild og slysa- og bráðadeild. Á slysa- og bráðadeild liggja skjólstæðingar að jafnaði ekki inni nema rétt á meðan verið er að sinna þeim. Að lokinni meðferð þar eru skjólstæðingar síðan fluttir til Reykjavíkur ef þeir þurfa á gjörgæsluþjónustu eða annarri bráðaþjónustu að halda eða eru lagðir inn á sjúkradeildina á HSS eða eru sendir heim.
    HSS rekur 20 hjúkrunarrými í Víðihlíð í Grindavík. Húsnæðið er að mörgu leyti óhentugt því að það er á tveimur hæðum, sem verður til þess að hafa þarf tvöfalda vakt í húsinu.
    Kostnaður við reksturinn á síðasta ári var 353.593.659 kr. og þá er t.d. talinn með hlutur í sameiginlegum kostnaði. Tuttugu rými í 365 daga jafngilda 7.300 legudögum. Kostnaður við rými á sólarhring er 48.437 kr.