Ferill 726. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1324  —  726. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


    Við bætist nýr kafli, Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, svohljóðandi:
    Við lögin bætast fimm ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    a. (XV.)
                 Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 32. gr. skulu á tímabilinu 1. júní 2020 til 31. desember 2020 tekjutengdar atvinnuleysisbætur launamanna skv. 1. mgr. 32. gr. nema 100% af meðaltali heildarlauna.
    b. (XVI.)
                 Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 32. gr. skal hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta nema 516.000 kr. frá 1. júní 2020 til og með 31. desember 2020.
    c. (XVII.)
                 Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 33. gr. skulu óskertar grunnatvinnuleysisbætur nema 314.720 kr. frá 1. júní 2020 til og með 31. desember 2020.
    d. (XVIII.)
                 Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 34. gr. skal einstaklingur sem að öðrum skilyrðum ákvæðisins uppfylltum á rétt á 4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum vegna framfærsluskyldu með hverju barni eiga rétt á 6% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum frá 1. maí 2020 til og með 31. desember 2020.
    e. (XIX.)
                 Þrátt fyrir ákvæði 52. gr. er heimilt að greiða atvinnuleysisbætur til þess sem stundar nám á tímabilinu frá 1. júní 2020 til 31. ágúst 2020 þótt hann teljist ekki tryggður í skilningi laganna.