Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1335  —  724. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, HarB, IngS, BirgÞ, BLG, NTF, PállM, SÞÁ).


    Við 3. gr.
          1.      Við lið 7.33 bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimildin verður ekki nýtt nema frumvarp til laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru verði samþykkt á Alþingi.
          2.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi:
            7.34        Að veita allt að 1.150 millj. kr. framlag til Kríu, sem er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins, sem fjárfestir í sérhæfðum sjóðum sem hafa þann tilgang að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.