Ferill 724. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1339  —  724. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birgi Þórarinssyni, Birni Leví Gunnarssyni, Ingu Sæland og Andrési Inga Jónssyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir
Við 34.20 Sértækar fjárráðstafanir
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
a.     Rekstrartilfærslur
2.500,0 7.100,0 9.600,0
b.      Framlag úr ríkissjóði
2.500,0 7.100,0 9.600,0

Greinargerð.

Velferð og heimili: 7,1 milljarður kr.
     1.      Fyrirhugaðir fjármunir í álagsgreiðslur til framlínufólks heimsfaraldursins verði tvöfaldaðir þannig að við bætist 1 milljarður kr. Greiðslurnar ná einnig til starfsfólks allra hjúkrunarheimila og í löggæslu.
     2.      Lífeyrisþegar (öryrkjar og eldri borgarar) fái 100.000 kr. einskiptisgreiðslu að heildarfjárhæð 6 milljarðar kr.
     3.      Stuðningur við SÁÁ verði aukinn um 100 millj. kr.