Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1366  —  470. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endurupptökudómur).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, AKÁ, BÁ, BjG, GuðmT, SilG, SÞÁ).


     1.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Á eftir orðunum „úrskurða héraðsdómstóla“ í 6. mgr. 7. gr. laganna kemur: Endurupptökudóms.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Við 1. málsl. 4. mgr. bætist: og reglna um störf dómnefndar.
                  b.      3. málsl. 4. mgr. falli brott.
     3.      Í stað orðanna „1. júní 2020“ í 1. og 2. efnismgr. 5. gr. komi: 1. desember 2020.
     4.      Við 8. gr.
                  a.      D-liður orðist svo: Í stað 3. mgr. koma þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi, og breytast númer málsgreina samkvæmt því:
                     3. Endurupptökudómur kveður upp úrskurð um hvort mál verði endurupptekið. Úrlausnir Endurupptökudóms eru endanlegar og verður ekki skotið til annars dómstóls. Úrskurðir dómsins um hvort mál verði endurupptekið skulu vera skriflegir og birtir opinberlega, þar á meðal sérálit minni hluta dómenda ef um það er að ræða. Um birtingu úrskurða fer eftir reglum stjórnar dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna, sem settar eru á grundvelli ákvæða í lögum um dómstóla.
                     4. Í úrskurði ber að greina nafn og heimili þess sem beðið hefur um endurupptöku og þann dóm sem beiðst er upptöku á, svo og í stuttu máli á hverju beiðnin er reist. Þá á að koma þar fram stutt yfirlit yfir atvik máls og rökstuðningur fyrir niðurstöðu dómsins sem dregin skal að lokum saman í úrskurðarorð. Ef beiðni er bersýnilega ekki á rökum reist er ekki þörf á að greina málsatvik í úrskurði. Að öðru leyti tekur dómurinn afstöðu til atriða, svo sem varðandi meðferð máls, með skriflegri ákvörðun.
                     5. Fallist dómurinn á beiðni skal hann um leið taka afstöðu til þess hvort áhrif fyrri dóms falli niður meðan málið er rekið. Endurupptaka hindrar ekki aðför eftir dómi nema áhrif hans séu felld niður með þessum hætti.
                  b.      Inngangsmálsliður e-liðar orðist svo: 5. mgr. orðast svo.
     5.      C-liður 9. gr. orðist svo: Í stað orðanna „1.–3. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 1.–5. og 7. mgr.
     6.      A-liður 11. gr. orðist svo: 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nú hefur héraðsdómur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn og getur þá Endurupptökudómur orðið við beiðni manns, sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, um að málið verði endurupptekið í héraði ef einhverju eftirtalinna skilyrða er fullnægt.
     7.      B-liður 14. gr. orðist svo: Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Úrlausnir Endurupptökudóms eru endanlegar og verður ekki skotið til annars dómstóls. Úrskurðir dómsins um hvort mál verði endurupptekið skulu vera skriflegir og birtir opinberlega, þar á meðal sérálit minni hluta dómenda ef um það er að ræða. Um birtingu úrskurða fer eftir reglum stjórnar dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna, sem settar eru á grundvelli ákvæða í lögum um dómstóla.
                  Í úrskurði ber að greina nafn og heimili þess sem beðið hefur um endurupptöku og þann dóm sem beiðst er upptöku á, svo og í stuttu máli á hverju beiðnin er reist. Þá á að koma þar fram stutt yfirlit yfir atvik máls og rökstuðningur fyrir niðurstöðu dómsins sem dregin skal að lokum saman í úrskurðarorð. Ef beiðni er bersýnilega ekki á rökum reist er ekki þörf á að greina málsatvik í úrskurði. Að öðru leyti tekur dómurinn afstöðu til atriða, svo sem varðandi meðferð máls, með skriflegri ákvörðun.
     8.      F-liður 15. gr. orðist svo: Í stað tilvísunarinnar „3. og 4. mgr.“ í 6. mgr. kemur: 5. og 6. mgr.
     9.      Í stað orðanna „1. júní 2020“ í 1. mgr. 16. gr. komi: 1. desember 2020.