Ferill 784. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1383  —  784. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um skráningu raunverulegra eigenda.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvers vegna eru lögaðilar, sem skráðir eru á skipulegum markaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir, undanþegnir skráningu raunverulegra eigenda samkvæmt lögum nr. 82/2019, en ekki lögaðilar sem hafa ófjárhagslegan tilgang, svo sem almannaheillasamtök, foreldrafélög, áhugamannafélög o.s.frv.?
     2.      Hefur ráðherra áform um að beita sér fyrir lagabreytingu í þessu efni?


Skriflegt svar óskast.