Ferill 787. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1388  —  787. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um urðun úrgangs.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hvaða áform hefur ráðherra um aðgerðir til að minnka þann úrgang sem er urðaður ár hvert hér á landi?
     2.      Hvernig er hægt að minnka þann skaða sem urðun úrgangs leiðir af sér?