Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1404, 150. löggjafarþing 596. mál: endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi (tegundir eldsneytis, gagnaskil).
Lög nr. 39 20. maí 2020.

Lög um breytingu á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi, nr. 40/2013 (tegundir eldsneytis, gagnaskil).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Ráðherra skal í reglugerð kveða á um tegundir endurnýjanlegs eldsneytis sem telja má tvöfalt á við sama magn annars endurnýjanlegs eldsneytis til að uppfylla skilyrði 1. mgr.
  3. 5. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „mánuði“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: tveimur mánuðum.
  2. Í stað orðsins „þremur“ í 2. mgr. kemur: fjórum.


3. gr.

     Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/1513 frá 9. september 2015 um breytingu á tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og um breytingu á tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2019 frá 29. mars 2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 2020.