Ferill 577. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1421  —  577. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar fullnustueignir seldi Íbúðalánasjóður árlega 2008–2019, hvar voru þessar eignir og hvert var heildarsöluverð á hverju ári?
     2.      Hverjir voru kaupendur eignanna? Óskað er eftir upplýsingum um annars vegar einstaklinga og hins vegar fyrirtæki og eignarhald þeirra, einnig er óskað eftir afriti þinglýstra kaupsamninga þar sem Íbúðalánasjóður er afsalsgjafi og/eða lista yfir fasteignanúmer og söluverð hverrar fasteignar.

    Í meðfylgjandi fylgiskjölum er að finna svör sem ráðuneytið fékk frá Íbúðalánasjóði við fyrirspurn þingmannsins.
    Þarna er að finna annars vegar samanteknar umbeðnar upplýsingar sem fram koma í 1. tölul. fyrirspurnarinnar. Þá eru einnig í fylgigögnum listi yfir kaupendur fullnustueigna, kaupverð eignanna, fasteignamat þeirra við sölu, fasteignasöluna sem annaðist söluna fyrir seljanda og kaupenda. Einnig er að finna lýsingu á opnum söluferlum við sölu eigna, m.a. upplýsingar um auglýsingar, kynningarfundi, tilboðsfresti og opnun tilboða.
    Þá er að finna í svörunum upplýsingar, sem vakin er athygli á, um samskipti Íbúðalánasjóðs við Persónuvernd vegna eldri fyrirspurnar sama efnis auk lögfræðiálits sem sjóðurinn aflaði vegna beiðni ráðherra um að sjóðurinn birti almennt allar upplýsingar um sölu eigna, t.d. á heimasíðu sjóðsins.
    Vísað er að öðru leyti í meðfylgjandi fylgiskjöl.


Fylgiskjal I.

Greinargerð Íbúðalánasjóðs um sölu fullnustueigna.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_I.pdf



Fylgiskjal II.

Listi yfir kaupendur (einstaklinga), söluverð, fasteignamat o.fl.

www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_II.pdf

Fylgiskjal III.

Listi yfir kaupendur (lögaðila), söluverð, fasteignamat o.fl.

www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_III.pdf



Fylgiskjal IV.

Bréf Íbúðalánasjóðs til Persónuverndar 27. apríl 2018.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_IV.pdf


Fylgiskjal V.

Bréf Persónuverndar til Íbúðalánasjóðs 11. júní 2018.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_V.pdf


Fylgiskjal VI.

Bréf Íbúðalánasjóðs til Persónuverndar 18. desember 2018.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_VI.pdf



Fylgiskjal VII.

Bréf Persónuverndar til Íbúðalánasjóðs 7. febrúar 2019.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_VII.pdf



Fylgiskjal VIII.

Minnisblað um miðlun upplýsinga um kaupendur fullnustueigna.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1421-f_VIII.pdf