Ferill 675. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1425  —  675. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar.


     1.      Hefur ráðuneytið skilgreint hvaða störf sé hægt að vinna utan ráðuneytisins í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar? Ef já, hver eru þau störf?
    Já, í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar hefur ráðuneytið skilgreint þau störf sem geta verið án sérstakrar staðsetningar þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Greiningin sýnir að 40% starfa í ráðuneytinu má auglýsa án staðsetningar. Greininguna má sjá í meðfylgjandi excel-skjali. Greiningin miðar við þau störf sem hægt væri að auglýsa án staðsetningar.

     2.      Hve mörg störf er nú þegar búið að ráða í utan höfuðborgarsvæðisins í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar?
    Frá samþykkt byggðaáætlunar á Alþingi 11. júní 2018 hefur ráðuneytið fastráðið í átta störf. Þarf af var ráðið í eitt starf án staðsetningar eða 12,5%.

     3.      Hefur ráðuneytið mótað sér áætlun til að uppfylla kröfu byggðaáætlunar um að 5% auglýstra starfa skuli vera án staðsetningar fyrir árslok 2021 og 10% fyrir árslok 2024?
    Ráðuneytið hefur þegar greint hvaða störf það geti auglýst án staðsetningar. Munu störf vera auglýst án staðsetningar í samræmi við þá greiningu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal.