Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1468  —  670. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar.


     1.      Hefur ráðuneytið skilgreint hvaða störf sé hægt að vinna utan ráðuneytisins í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar? Ef já, hver eru þau störf?
    Í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar hefur ráðuneytið nýverið lokið við skilgreiningu starfa sem unnt væri að vinna utan ráðuneytisins. Niðurstaða greiningar gefur til kynna að stöðugildi fjögurra sérfræðinga væri unnt að auglýsa án staðsetningar yrðu störfin laus til umsóknar. Sjá nánar í eftirfarandi töflu:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hve mörg störf er nú þegar búið að ráða í utan höfuðborgarsvæðisins í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar?
    Ráðuneytið hefur ekki ráðið í starf utan höfuðborgarsvæðisins í samræmi við áætlunina.

     3.      Hefur ráðuneytið mótað sér áætlun til að uppfylla kröfu byggðaáætlunar um að 5% auglýstra starfa skuli vera án staðsetningar fyrir árslok 2021 og 10% fyrir árslok 2024?
    Samkvæmt svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar hefur ráðuneytið lokið við að greina þau störf sem unnt væri að auglýsa án staðsetningar. Greiningin tekur mið af þeim störfum sem nú er sinnt í ráðuneytinu. Fjárveitingar, þróun verkefna og ákvarðanir um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta hafa úrslitaáhrif á þróun fjölda starfsmanna í forsætisráðuneytinu sem og í öðrum ráðuneytum og um leið ráða mestu, ásamt starfsmannaveltu, hversu hratt gengur að fylgja eftir aðgerðaáætlun byggðaáætlunar um störf án staðsetningar. Ráðuneytið byggir á framangreindri greiningu þegar störf verða auglýst laus til umsóknar í ráðuneytinu og greinir jafnframt ný störf sem kunna að verða til með hliðsjón af þessu.