Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1478  —  329. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, SilG, AKÁ, BjG, BÁ, SÞÁ).

     1.      Við 3. mgr. 4. gr. bætist: til viðbótar við þær einingar sem kveðið er á um í 2. mgr.
     2.      3. mgr. 5. gr. orðist svo:
                  Hlutanám, svo sem nám sem er skipulagt samhliða vinnu, er eingöngu lánshæft til skólagjalda, sbr. 3. mgr. 2. gr.
     3.      Í stað orðsins „námsaðstoð“ í 5. tölul. 8. gr. komi: námslán eða sambærilega aðstoð.
     4.      Fyrirsögn III. kafla verði: Réttur til námsaðstoðar.
     5.      Í stað tilvísunarinnar „24. gr.“ í 4. mgr. 12. gr. komi: 23. gr.
     6.      3. málsl. 1. mgr. 13. gr. orðist svo: Ekki má gera meiri kröfur í úthlutunarreglum um lágmarksnámsframvindu en 44 ECTS-einingar eða ígildi þeirra á ári.
     7.      Í stað orðsins „prófgráðu“ í 1. mgr. 14. gr. komi: námi.
     8.      Í stað orðanna „Barn er með lögheimili hjá lánþega“ í 2. tölul. 1. mgr. 15. gr. komi: Lánþegi fer með forsjá barns.
     9.      4. mgr. 16. gr. orðist svo:
                  Sjóðstjórn skilgreinir í úthlutunarreglum hvað telja beri námslok samkvæmt lögum þessum.
     10.      3. mgr. 17. gr. orðist svo:
                  Þrátt fyrir 1. mgr. verði verðtryggðir vextir ásamt föstu vaxtaálagi aldrei hærri en 4%.
     11.      3. mgr. 18. gr. orðist svo:
                  Þrátt fyrir 1. mgr. verði óverðtryggðir vextir ásamt föstu vaxtaálagi aldrei hærri en 9%.
     12.      2. málsl. 1. mgr. 19. gr. orðist svo: Stjórn sjóðsins skal útfæra nánar hvað felst í námslokum í úthlutunarreglum sjóðsins.
     13.      Við 20. gr. bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Hafi námslán ekki verið að fullu greidd á því ári þegar lánþegi nær 66 ára aldri er sjóðstjórn heimilt að gera tímabundna samninga sem kveða á um greiðslu á eftirstöðvum námslánsins sé lánþega það vandkvæðum bundið að mati sjóðstjórnar að endurgreiða námslán af heilsufarsástæðum, sökum fjárhagsörðugleika eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Sjóðstjórn er skylt að kynna lánþegum sem náð hafa 66 ára aldri og hafa ekki að fullu greitt lán sitt framangreinda heimild. Slíka samninga skal endurskoða reglulega og a.m.k. á sex mánaða fresti. Nánar skal kveðið á um skilyrði og framkvæmd samninga í úthlutunarreglum.
                  Ef um áframhaldandi erfiðleika er að ræða hjá lánþega og stjórn sjóðsins telur ljóst að aðstæður hans séu með þeim hætti að hann geti ekki greitt höfuðstól námsláns eða hluta hans skal stjórnin afskrifa höfuðstól lánþega að hluta eða öllu leyti. Afskrift er bundin því skilyrði að lánþegi hafi í að lágmarki eitt ár staðið við samninginn. Kostnaður við afskriftir skal greiðast úr ríkissjóði en ekki fara inn í vaxtaálag námslána. Nánar skal mælt fyrir um skilyrði og framkvæmd afskrifta í úthlutunarreglum.
     14.      Við 1. mgr. 23. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Stjórn sjóðsins er enn fremur heimilt að veita undanþágu frá mánaðarlegum endurgreiðslum eða tekjutengdri afborgun skv. 1. málsl. ef nám, atvinnuleysi, veikindi, þungun, fæðing, frumættleiðing eða taka barns í varanlegt fóstur, umönnun barna eða aðrar sambærilegar ástæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum hjá lánþega eða fjölskyldu hans.
     15.      3. tölul. 2. mgr. 27. gr. orðist svo: ívilnun leiði til þess að þeir sem ljúki námi í námsgreininni nýti menntun sína til starfa í starfsstétt skv. 1. tölul. og.
     16.      Í stað orðsins „prófgráðu“ í 3. tölul. 2. mgr. 28. gr. komi: námi.
     17.      Við 30. gr.
                  a.      Í stað orðsins „sjóðstjórn“ í 1. mgr. komi: stjórn.
                  b.      Á eftir orðinu „þrjá“ í 1. mgr. komi: fulltrúa.
                  c.      Í stað orðsins „sjóðstjórnar“ í 4. mgr. komi: stjórnar.
     18.      Á eftir orðunum „Ráðherra skipar framkvæmdastjóra“ í 1. mgr. 31. gr. komi: Menntasjóðs námsmanna.
     19.      Við 2. mgr. 34. gr. bætist: með samþykki fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
     20.      2. málsl. 1. mgr. 37. gr. orðist svo: Lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 21/1992, með síðari breytingum falla brott 1. júlí 2020.
     21.      Við 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II:
                  a.      Orðin „og ekki á vanskilaskrá“ í 1. málsl. falli brott.
                  b.      Við 2. málsl. bætist: og ábyrgðaryfirlýsingar fjármálafyrirtækja.
     22.      Við bætist fjögur ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (V.)
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 21. gr. geta lánþegar sem hefja nám á tímabilinu 2020–2023 valið að endurgreiða námslán með tekjutengingu séu námslok áður eða á því ári þegar 40 ára aldri er náð.
                  b.      (VI.)
                     Viðbótargreiðsla á námslánum, teknum í tíð eldri laga, miðast frá og með gildistöku laga þessara við ákveðinn hundraðshluta af tekjustofni ársins á undan endurgreiðsluári. Hundraðshluti þessi er eftirfarandi:
                         a.      3,4% á G-lánum.
                         b.      4,4% á R-lánum.
                         c.      3,4% á S-lánum.
                     Lánþegi getur óskað þess að umsaminn hundraðshluti haldist óbreyttur á námslánum teknum í tíð eldri laga. Skal umsókn þess efnis berast Menntasjóði námsmanna.
                  c.      (VII.)
                     Lánþegum námslána, teknum í tíð laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, skal frá og með gildistöku laga þessara veittur afsláttur ef greitt er inn á námslán umfram lögbundnar árlegar endurgreiðslur eða þau að fullu greidd. Hlutfall afsláttar ræðst af eftirstöðvum námsláns en skal þó ekki vera lægra en 5% og ekki hærra en 15%.
        d.    (VIII.)
                     Lög þessi skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau koma til framkvæmda. Ráðherra skal kynna niðurstöður endurskoðunarinnar eigi síðar en á haustþingi 2026.