Ferill 329. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1480  —  329. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna.

Frá 1. minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar (HHG).


     1.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Framfærslukostnaður skal aldrei vera lægri en sem nemur dæmigerðu neysluviðmiði samkvæmt útreikningum félagsmálaráðuneytis um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi.
     2.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fimm“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: sjö.
                  b.      Í stað orðanna „3.–6. tölul.“ í 3. mgr. komi: 1.–6. tölul.
     3.      3. mgr. 12. gr. orðist svo:
                  Ríkisskattstjóra er skylt að láta Menntasjóðnum eða innheimtuaðila námslána í té upplýsingar um tekjur lánþega og maka eða foreldra lánþega þegar við á.
     4.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „30%“ í 2. mgr. komi: 40%.
                  b.      Í stað orðsins „Eitt“ í 1. og 2. tölul. 3. mgr. komi: Tvö.
                  c.      Í stað orðanna „Sex mánuðir“ í 3. tölul. 3. mgr. komi: Eitt ár.
                  d.      Í stað orðsins „Tvö“ í 4. tölul. 3. mgr. komi: Þrjú.
     5.      Í stað orðanna „Lánþegi sem þiggur námslán“ í 1. mgr. 15. gr. komi: Lánþegi sem á rétt á námsláni.
     6.      Við 3. mgr. 16. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Menntasjóður skal veita viðeigandi fræðslu um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
     7.      26. gr. falli brott.