Ferill 811. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1498  —  811. mál.
Flutningsmaður.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, JSV, ÓGunn, SDG, WÞÞ).


     1.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað dagsetningarinnar „1. mars 2020“ í 1. málsl. 2. tölul. komi: 1. apríl 2020.
                  b.      Í stað orðanna „1. mars 2019 til 29. febrúar 2020“ í d-lið 2. tölul. komi: 1. apríl 2019 til 31. mars 2020.
                  c.      Í stað orðanna „lækkað hlutafé með greiðslu til hluthafa, keypt eigin hluti“ í 3. tölul. komi: lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa, kaup eigin hluta.
     2.      Á eftir 4. gr. komi ný grein sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Undanþága frá skilyrði um arðsúthlutun.

             Skattinum er heimilt að veita undanþágu frá skilyrði 3. tölul. 4. gr. um úthlutun arðs enda mæli sérstök rök með því að slík undanþága verði veitt.
             Skilyrði fyrir undanþágu skv. 1. mgr. er að hún sé veitt til úthlutunar arðs vegna nýs hlutafjár sem nýtur forgangs til arðgreiðslna, sbr. 12. tölul. 2. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 20. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, enda hafi ákvörðun um hækkun hlutafjár með áskrift nýrra hluta verið tekin vegna fjárhagslegra örðugleika sem stafa beint eða óbeint af heimsfaraldri kórónuveiru og nýjum hlutum verið ákveðinn forgangur til arðs, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 36. gr. sömu laga.
     3.      Á eftir orðunum „kann að eiga rétt á“ í 3. tölul. 5. gr. komi: og fær greidd við starfslok.
     4.      Lokamálsliður 8. gr. orðist svo: Sjóðurinn skal leystur upp með tekjufærslu á næstu fjórum rekstrarárum þar á eftir, 25% á ári.
     5.      14. gr. orðist svo:
             Skatturinn skal birta opinberlega upplýsingar um hvaða atvinnurekendum hefur verið ákvarðaður stuðningur úr ríkissjóði samkvæmt lögum þessum og um fjárhæð stuðnings hvers atvinnurekanda.