Ferill 857. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1512  —  857. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aðgengi hreyfihamlaðra að almenningssamgöngum á landsbyggðinni.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


    Hyggst ráðherra tryggja að gerð verði krafa um aðgengi hreyfihamlaðra að hópbifreiðum, sem gegna hlutverki almenningssamgangna, í útboði Vegagerðarinnar á rekstri almenningssamgangna á landsbyggðinni? Ef svo er, hvernig?


Skriflegt svar óskast.