Ferill 881. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1540  —  881. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um heilsuspillandi efni í svefnvörum.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Telur ráðherra nauðsynlegt að láta sérfræðinga fara yfir erlendar rannsóknir sem skera úr um hvort svefnvörur, einkum rúmdýnur úr plastefnum, geti verið heilsuspillandi vegna kemískra efna (svonefndra VOC-efna) sem losna úr plastinu?
     2.      Hefur verið kannað hvort svefnvörur, svo sem koddar og rúmdýnur sem seldar eru hér á landi, innihaldi óholl efni?
     3.      Eru til erlendir, einkum evrópskir, staðlar um svefnvörur úr plasti sem koma eiga í veg fyrir heilsuspillandi áhrif gerviefna í svefnvörum?


Skriflegt svar óskast.