Ferill 884. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1543  —  884. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um opinber störf og atvinnuleysi.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hversu mörg opinber störf hafa verið auglýst á þessu ári, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni?
     2.      Hvernig telur ráðherra að ríkið gæti unnið gegn atvinnuleysi í landinu eftir COVID-19-faraldurinn? Kæmi til greina að byggja upp ný störf á landsbyggðinni?