Ferill 886. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1554  —  886. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um nýja afeitrunardeild á Landspítalanum.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Hver er kostnaður við undirbúning afeitrunardeildar fyrir börn og ungmenni sem fyrirhugað er að opna á Landspítalanum?
     2.      Hver er áætlaður rekstrarkostnaður deildarinnar?
     3.      Hvað tekur við fyrir börnin að afeitrun lokinni?
     4.      Hefur samráð verið haft við Barnaverndarstofu eða SÁÁ um undirbúning og opnun deildarinnar?


Skriflegt svar óskast.