Ferill 773. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1556  —  773. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um leigubifreiðar, nr. 134/2001 (innlögn atvinnuleyfis).

(Eftir 2. umræðu, 29. maí.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 5. mgr. 9. gr. getur leigubifreiðastjóri sem hafið hefur nýtingu atvinnuleyfis lagt leyfið inn. Ákvæði þetta gildir til 31. desember 2020.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.