Ferill 902. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1589  —  902. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tollverði á Austurlandi.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu mörgum tollvörðum hefur verið sagt upp störfum í kjölfar sameiningar embætta ríkisskattstjóra og tollstjóra og hversu margir þeirra eru búsettir á Austurlandi?
     2.      Hversu margir tollverðir koma að afgreiðslu ferjunnar Norrænu í hverri ferð?
     3.      Hvað fóru tollverðir margar ferðir frá suðvesturhorninu til að sinna tollskoðun á Austurlandi hvert ár 2010–2019 og hversu margar slíkar ferðir eru áætlaðar árlega eftir breytingar á starfsmannahaldi Skattsins á árinu 2020?
     4.      Hver er áætlaður kostnaður við þessar ferðir og hvert er áætlað kolefnisspor þeirra?
     5.      Hafa tollverðir búsettir á Austurlandi sinnt fleiri verkefnum en afgreiðslu ferjunnar og ef svo er, hvaða verkefnum?
     6.      Telur ráðherra að núverandi mannafli á Austurlandi sé nægjanlegur til að sinna tollskoðun þar?
     7.      Er tryggt að tollskoðun geti farið fram á Austurlandi allan ársins hring?


Skriflegt svar óskast.