Ferill 692. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1592  —  692. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða samninga sem í gildi eru hefur ráðuneytið og stofnanir þess gert skv. 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál?
     2.      Samkvæmt hvaða heimild hefur hver þeirra verið gerður, sbr. heimildir í fyrrnefndum lagagreinum?
     3.      Hver er gildistími hvers samnings?
     4.      Fellur gildistími einhvers samnings utan ákvæða 40. og 41. gr. laganna? Sé svo, hvers vegna?
     5.      Hver er samanlögð árleg fjárskuldbinding hvers samnings og hvert er hlutfall hennar af árlegri fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningnum?
     6.      Hvaða stefnumörkun samkvæmt gildandi fjármálaáætlun liggur til grundvallar hverjum samningi fyrir sig?
     7.      Hvenær var síðast metið hvort hver samningur uppfyllti kröfur um umfang og gæði eins og gert er ráð fyrir í 5. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál?
     8.      Við hvaða gæðamælikvarða var miðað í tilviki hvers samnings?
     9.      Hafa verið gerðir samningar um framkvæmdir, rekstur eða afmörkuð verkefni sem falla utan 40. eða 41. gr. laga um opinber fjármál?
     10.      Eru í gildi samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015?

    Í töflunum hér á eftir er að finna yfirlit yfir samninga á grundvelli 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, og umbeðnar u pplýsingar um þá. Upplýsingarnar afmarkast af eftirfarandi. Í 40. gr. laga um opinber fjármál er fjallað um samninga sem geta komið til með þrennum hætti, sbr. fyrstu þrjár málsgreinar 40. gr. Svar í tengslum við samninga á grundvelli 1. mgr. 40. gr. afmarkast við þá samninga sem staðfestir hafa verið af hlutaðeigandi ráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þannig eru verksamningar Vegagerðarinnar, sem gerðir eru að undangengnu útboði í samræmi við lög um opinber innkaup, ekki taldir upp í svarinu. Þeir samningar eru gerðir á grundvelli þingsályktunar um samgönguáætlun og rúmast innan útgjaldaramma fjármálaáætlunar. Engir samningar eru í gildi sem falla undir 2. mgr. 40. gr. Samningar er falla undir 3. mgr. greinarinnar og snúa að afmörkuðum rekstrarverkefnum stofnana eru ekki taldir upp í svarinu. Um að ræða samninga um óverulega fjármuni sem hægt er að segja upp með stuttum fyrirvara, svo sem ræstingu eða leigu á tölvubúnaði.
    Varðandi 2. tölulið fyrirspurnarinnar þá eru allir samningarnir, sem falla undir 40. gr. laganna í töflunni, gerðir skv. 1. mgr. greinarinnar.
    Svar við 5. tölulið fyrirspurnarinnar er um samninga sem gerðir eru á grundvelli 40. gr. laganna að því leyti sem snýr að hlutfalli af árlegri fjárveitingu þar sem í 41. gr. laganna er ekki fjallað um takmörkun á árlegri fjárskuldbindingu eða gæði og umfang. Tekið er mið af fjárlögum 2020. Samningarnir við Isavia og Slysavarnaskóla sjómanna eru gerðir af ráðuneytinu en ekki er hægt að tengja þá við hlutfall af fjárveitingu ráðuneytisins. Þannig er t.d. samningurinn við Isavia á sérstökum fjárlagalið og er samningsupphæð margfalt hærri en fjárveiting til aðalskrifstofu ráðuneytisins.
    Varðandi 6. tölulið fyrirspurnarinnar þá eru eftirgreindir samningar allir gerðir á grundvelli samgönguáætlunar.


Samningar ráðuneytis og stofnana sem gerðir hafa verið skv. 40. gr. laga um opinber fjármál með fyrrgreindri afmörkun.
Stofnun Heiti samnings / lýsing á samningi Gildistími Dags. síðustu
úttektar á
samningi
Gæðaviðmið í samningi Fjárskuldbinding 2020 m.kr. Hlutfall af heildarfjárveitingu 2020, m.kr.
Vegagerðin Rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 2018–2021 Úttekt verður sumar 2020 Gildandi þjónustusamningur er samstarfssamningur ríkis og sveitarfélaga á grundvelli 3. mgr. 13. gr. laga um opinber innkaup og 40. gr. laga um opinber fjármál. Samningnum fylgja fimm fylgiskjöl þar sem kveðið er á kröfur um lágmarksferðatíðni, verðskrá, húsnæði og aðstöðu. Markmið samnings er að stuðla að góðum samgöngum við Vestmannaeyjar með því að tryggja öruggar ferjusiglingar milli lands og eyja. Sveitarfélagið ber ábyrgð á rekstri skipsins og alls þess sem til þarf við þjónustu samkvæmt ákvæðum samnings. 1) Í samningnum eru ákvæði um gæði þjónustu og öryggismál, sbr. þjálfun og fræðslu skipverja og annarra starfsmanna ásamt viðhaldi gæðakerfis samkvæmt ISM-kóða. 2) Þjónustukannanir. Sveitarfélagið skal með reglulegum könnunum mæla ánægju með störf og þjónustu, m.a. vegna aðgengis, bið- og afgreiðslutíma og ferðatíðni. Tilgreindir eru mælikvarðar í samningnum sem lagðir eru til grundvallar við eftirlit með starfseminni. 3) Forsenda fjárframlags er að markmið með samningnum náist á samningstímanum og að frammistaða sveitarfélagsins og/eða framvinda verkefna séu með þeim hætti að fullnægjandi sé og í samræmi við ákvæði laga og mælikvarða samnings. 748 1,9%
Vegagerðin Samningur um Vaktstöð siglinga 2010–2020 Á ekki við Samningnum fylgja fylgiskjöl þar sem fjallað er um þjónustu og viðmið. Í samningnum kemur fram að verksali skuli í rekstri sínum tryggja virka gæðastýringu á öllum þeim þjónustuþáttum sem samningurinn nær til og hann skal í því efni fylgja alþjóðlegum og viðurkenndum stöðlum sem um þjónustuna gilda. 1) Settar eru fram ákveðnar kröfur til þjónustu og uppitíma eða tiltækileika. 2) Kröfur eru um gæða og öryggismál. Verksali skal viðhalda öryggisstjórnarkerfi, áætlun um samfelldan rekstur og gæða- og öryggishandbók vaktstöðvarinnar eftir þörfum í samræmi við aðstæður hverju sinni. Tryggja skal rekstrarhæfi kerfa allan samningstímann og að öryggismál séu samkvæmt kröfum. 3) Ákveðnar kröfur eru um menntun og þjálfun starfsmanna, þ.m.t. í samræmi við alþjóðlegar kröfur. 300 0,8%
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Samningur við Isavia 2019–2023 Uppfyllir 5. mgr. 40 gr. LOF sbr. úttekt SRN 10.07.2018 Gildandi þjónustusamningar við Isavia ohf. frá árinun 2019 eru fjórir, með samningunum fylgja ítarlegir viðaukar þar sem þjónustan er vel skilgreind. Markmiðið gildandi samninga er að þjónusta sé framkvæmd á öruggan og hagkvæman hátt og í samræmi við skilgreint þjónustustig, lög, reglugerðir, samgönguáætlun og þjóðréttarlegar skuldbindingar og samninga. 1) Með samningi um rekstur innanlandsflugvalla er í viðaukum tilgreindur flokkur hvers flugvallar og flugbrauta, tilgreint þjónustustig á hverjum flugvelli fyrir sig, svo sem gerð aðflugs, tegund flugleiðsöguþjónustu og opnunartíma. Þá eru ríkiseignir í umsjón Isavia taldar upp, öryggisfrávik og gjaldskrá innanlandskerfisins. 2) Með framkvæmdasamningi er, í viðauka, tilgreint hvaða framkvæmdir, viðhald og nýframkvæmdir, á að fara í árlega auk þess sem tilgreint er ástand og viðhaldsþörf á hverri eign. 3) Með samningi um Keflavíkurflugvöll er tilgreint í viðauka þjónusta við ríkisflug og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar. 4) Með samning um flugleiðsöguþjónustu er tilgreint hvaða búnaður er í rekstri fyrir leiðarflug innanlands. 2.521
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Samningur við Slysavarnaskóla sjómanna 2019–2024 Uppfyllir 5. mgr. 40 gr. LOF sbr. úttekt SGS 28.8.20181) 1) Öryggisfræðsla Slysavarnarskóla sjómanna tekur mið af alþjóðlegum kröfum alþjóðasamþykktar um menntun þjálfun, skírteini og vaktstöður farmanna (STCW*) og STCW-kóðanum, tilskipun 2008/106/EB, með síðari breytingum, lögum nr. 76/2001, reglugerð nr. 676/2015 sem og séríslenskum kröfum og lögum nr. 33/1991, með síðari breytingum, sem gilda um starfsemi skólans. 2) Forsenda fjárframlags til verkefna á sviði skólans er að haldi úti gæðakerfi sem samræmist viðurkenndum kröfum samkvæmt gæðastaðli og starfi samkvæmt því. Jafnframt að hann njóti viðurkenndrar vottunar í samræmi við alþjóðlega staðla. Skólinn er með gilt vottorð hjá Vottun ehf. í samræmi við ISO 9001:2015. 3) Þjónustukannanir; samkvæmt úttekt samnings kemur fram að þjónustukannanir um upplifanir nemenda á námi í skólanum eru gerðar eftir hvert námskeið. Misjöfn þátttaka er milli námskeiða en heildarfjöldi svara gefur ágæta vísbendingu um upplifun nemenda af gæðum þjónustunnar. 73

Samningar ráðuneytis og stofnana sem gerðir hafa verið skv. 41. gr. laga um opinber fjármál.
Stofnun Gildistími Samningur varðar Árleg fjárskuldbinding
Samgöngustofa Árleg endurnýjun Aðild að CIECA, Evrópusamtökum prófunaraðila varðandi ökupróf 10.000 EUR
Samgöngustofa Ótímabundin aðild Samvinna í gegn um Ereg, mest tæknilegs eðlis, um gagnaskipti fyrir ökutæki. 5.600 EUR
Samgöngustofa Ótímabundin aðild Samvinna í gegn um EUCARIS um gagnaskipti um ökutæki og umferð innan evrópska efnahagssvæðisins. 25.000 EUR
Samgöngustofa Ótímabundin aðild Samvinna um rekstur Nordicao, skrifstofu Norðurlandanna hjá Alþjóða flugmálastofnuninn 7.400 CAD
Samgöngustofa 2019–2022 Þjónusta hjá Nordicao, skrifstofu Norðurlandanna hjá Alþjóða flugmálastofnuninni 238.836 CAD
Samgöngustofa Ótímabundin aðild Aðild að Paris MOU, samningi um hafnarríkiseftirlit 32.000 EUR
Samgöngustofa Ótímabundin aðild Aðild að Safe Sea net, rafrænu tilkynningarkerfi fyrir skip (EMSA)