Ferill 622. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1615  —  622. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um fjölda íbúða sem félög tengd Landsbankanum hf. eignuðust á tímabilinu 2008–2019.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er fjöldi fasteigna, skráðra sem íbúðarhúsnæði, sem hver eftirtalinna aðila varð eigandi að á tímabilinu 2008–2019 samkvæmt þinglýsingaskrám, að frátöldum fasteignum þar sem fyrri eigandi var lögaðili og að því gættu að einstakar fasteignir séu ekki tvítaldar, sundurliðað eftir aðilum, árum og í heild:

     1.      Landsbankinn – Fjárfesting hf., kt. 601099-2419,
     2.      Landsbankinn – Framtak hf., kt. 430299-2989,
     3.      Landsbankinn eignarhaldsfélag ehf., kt. 631204-3330,
     4.      Landsbankinn fasteignafélag, ehf., kt. 670303-4030,
     5.      Landsbankinn – Framtakssjóður ehf. kt. 621199-3239,
     6.      SP Fjármögnun hf., kt. 620295-2219,
     7.      Blámi fjárfestingafélag ehf., kt. 470301-3920,
     8.      Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf., kt. 530407-1790,
     9.      Eignarhaldsfélagið ehf., kt. 531106-1800,
     10.      Fasteignafélag Íslands ehf., kt. 430700-3590,
     11.      Fictor ehf., kt. 701299-3459,
     12.      Framkvæmdafélagið Hömlur ehf., kt. 460509-0330,
     13.      Grípir ehf., kt. 590101-2140,
     14.      H Akureyri ehf., kt. 601212-0720,
     15.      HÍ1 ehf., kt. 521009-1360,
     16.      Holtavegur 10 ehf., kt. 520171-0299,
     17.      Horn fjárfestingarfélag hf., kt. 511208-0250,
     18.      Horn Invest B.V., kt. 480306-9960,
     19.      Hótel Egilsstaðir ehf., kt. 601212-0800,
     20.      HÞR1 ehf., kt. 521009-1280,
     21.      Hömlur 1 ehf., kt. 630109-0860,
     22.      Hömlur 2 ehf., kt. 630109-0510,
     23.      Hömlur 3 ehf., kt. 440510-1670,
     24.      Hömlur B&T ehf., kt. 530298-3029,
     25.      Hömlur ehf., kt. 630109-0940,
     26.      Hömlur fyrirtæki ehf., kt. 630207-0610,
     27.      Hömlur þróunarfélag ehf., kt. 521009-1600,
     28.      Landsvaki ehf., kt. 700594-2549,
     29.      Laugavegsreitir ehf., kt. 460509-0410,
     30.      Lífsval ehf., kt. 531202-3090,
     31.      Lindir Resources ehf., kt. 610108-0910,
     32.      NIKEL ehf., kt. 660308-1720,
     33.      Reginn íbúðarhúsnæði ehf., kt. 521009-1440,
     34.      SL-2010 hf., kt. 600269-0549,
     35.      Smárabyggð ehf., kt. 690910-1280,
     36.      Span ehf., kt. 440107-0360,
     37.      Spvlet ehf., kt. 591110-0630,
     38.      Stenias ehf., kt. 461108-0670,
     39.      Tangabryggja ehf., kt. 540711-0460,
     40.      önnur félög sem eru eða hafa verið tengd Landsbankanum hf. vegna eignarhalds, stjórnunar eða sambærilegra atvika?


    Samkvæmt 57. gr. laga um þingsköp Alþingis getur alþingismaður óskað upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni eða einstakt atriðið þess geri hann það með fyrirspurn. Fyrirspurn skal vera skýr, um afmörkuð atriði og um mál sem ráðherra ber ábyrgð á. Þá skal við það miðað að hægt sé að svara fyrirspurninni í stuttu máli. Í framangreindri fyrirspurn er óskað upplýsinga um fasteignakaup 39 tiltekinna lögaðila tengdum Landsbanka Íslands auk ótilgreindra lögaðila sem hafa verið tengdir Landsbankanum hf. vegna eignarhalds, stjórnunar eða sambærilegra atvika. Dómsmálaráðherra bendir á að málefni Landsbanka Íslands eða lögaðila sem eru honum tengdir eiga ekki undir málefnasvið dómsmálaráðherra. Þótt dómsmálaráðherra fari með málefni sýslumanna og lög um þinglýsingar fellur efni fyrirspurnarinnar ekki innan þess málefnasviðs. Þá er ljóst að umræddri fyrirspurn þó að hún ætti undir ábyrgðarsvið dómsmálaráðherra verður ekki svarað í stuttu máli. Fyrirspurninni er því hvorki réttilega beint til dómsmálaráðherra né uppfyllir hún skilyrði þingskapalaga um að unnt sé að svara henni í stuttu máli.