Ferill 792. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1624  —  792. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni heilbrigðisstofnana.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinna Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnun Vesturlands?
    Í 6. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, er kveðið á um að í hverju heilbrigðisumdæmi skuli starfrækt heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu í hverju umdæmi skuli hafa með sér samstarf um skipulag heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Í reglugerð nr. 1084/2014, um heilbrigðisumdæmi, er landinu skipt upp í sjö heilbrigðisumdæmi:
     1.      Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins.
     2.      Heilbrigðisumdæmi Vesturlands.
     3.      Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða.
     4.      Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.
     5.      Heilbrigðisumdæmi Austurlands.
     6.      Heilbrigðisumdæmi Suðurlands.
     7.      Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja.
    Í 2. tölul. 4. gr. laga um heilbrigðisþjónustu er almenn heilbrigðisþjónusta skilgreind sem heilsugæsla, almenn sjúkrahúsþjónusta og þjónusta og hjúkrun á hjúkrunarheimilum, í hjúkrunar- og dvalarrýmum stofnana og í dagdvöl.
    Í 1. mgr. 14. gr. fyrrgreindra laga er hlutverk heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmum skilgreint frekar en þar kemur fram að þær skuli hafa með höndum starfrækslu heilsugæslustöðva og umdæmissjúkrahúsa sem veiti almenna heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Í 2. mgr. 14. gr. kemur að auki fram að þær skuli taka að sér kennslu heilbrigðisstétta á grundvelli samninga við menntastofnanir, kennslusjúkrahús eða háskólasjúkrahús.
    Í 1. mgr. 18. gr. kemur fram að á umdæmissjúkrahúsum skuli veitt almenn sjúkrahúsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum eftir því sem við eigi. Í tengslum við þau skuli að jafnaði einnig vera hjúkrunarrými. Á umdæmissjúkrahúsum skuli að jafnaði vera fæðingarhjálp, séu faglegar kröfur uppfylltar, og önnur heilbrigðisþjónusta sem sjúkrahúsinu sé falið að veita eða samið hafi verið um samkvæmt ákvæðum VII. kafla og lögum um sjúkratryggingar, enda uppfylli sjúkrahúsið faglegar kröfur til að veita þá þjónustu.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna þessara heilbrigðisstofnana og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Heildarfjárveiting til heilbrigðisráðuneytis samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020 eru 26.483 millj. kr. fyrir heilbrigðisstofnanir allar að frádregnum sértekjum. Fjárveitingar eru ekki sundurliðaðar eftir lögbundnum verkefnum ráðuneytis í fjárlögum. Eftirfarandi skipting niður á viðföng kemur fram í fylgiriti með fjárlögum:

  Heilbrigðisstofnun Vesturlands 4.994,2
  Heilsugæslusvið 1.962,8
08-716.101 Heilsugæslusvið 1.959,3
08-716.611 Tæki og búnaður 3,5
Sjúkrasvið 2.548,2
08-716.111 Sjúkrasvið 2.514,3
08-716.601 Tæki og búnaður 33,9
Hjúkrunarrými 483,2
08-716.121 Hjúkrunarrými 482,2
08-716.621 Tæki og búnaður 1,0

08-726 Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 2.581,4
  Heilsugæslusvið 985,7
08-726.101 Heilsugæslusvið 983,5
08-726.611 Tæki og búnaður 2,2
Sjúkrasvið 864,4
08-726.111 Sjúkrasvið 859,8
08-726.601 Tæki og búnaður 4,6
Hjúkrunarrými 731,3
08-726.121 Hjúkrunarrými 725,0
08-726.621 Tæki og búnaður 6,3

08-757 Heilbrigðisstofnun Norðurlands 6.028,3
  Heilsugæslusvið 3.533,0
08-757.101 Heilsugæslusvið 3.508,5
08-757.611 Tæki og búnaður 24,5
Sjúkrasvið 1.027,8
08-757.111 Sjúkrasvið 1.013,0
08-757.601 Tæki og búnaður 14,8
Hjúkrunarrými 1.467,5
08-757.121 Hjúkrunarrými 1.466,5
08-757.621 Tæki og búnaður 1,0


08-777 Heilbrigðisstofnun Austurlands 3.884,2
  Heilsugæslusvið 1.870,3
08-777.101 Heilsugæslusvið 1.861,9
08-777.611 Tæki og búnaður 8,4
Sjúkrasvið 1.234,3
08-777.111 Sjúkrasvið 1.223,6
08-777.601 Tæki og búnaður 10,7
Hjúkrunarrými 779,6
08-777.121 Hjúkrunarrými 779,6

08-787 Heilbrigðisstofnun Suðurlands 5.791,7
  Heilsugæslusvið 3.342,7
08-787.101 Heilsugæslusvið 3.330,1
08-787.611 Tæki og búnaður 12,6
Sjúkrasvið 1.829,6
08-787.111 Sjúkrasvið 1.795,7
08-787.601 Tæki og búnaður 33,9
Hjúkrunarrými 619,4
08-787.121 Hjúkrunarrými 618,4
08-787.621 Tæki og búnaður 1,0

08-791 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3.203,4
  Heilsugæslusvið 1.839,7
08-791.101 Heilsugæslusvið 1.831,9
08-791.611 Tæki og búnaður 7,8
Sjúkrasvið 1.027,8
08-791.111 Sjúkrasvið 1.016,2
08-791.601 Tæki og búnaður 11,6
Hjúkrunarrými 335,9
08-791.121 Hjúkrunarrými 335,9