Ferill 468. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1636  —  468. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Við d-lið 5. gr.
                  a.      Í stað „7. mgr.“ í 2. mgr. komi: 6. mgr.
                  b.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að því marki sem um er að ræða sameign skv. 43. gr. er tengdur kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla, svo sem vegna sameiginlegra raflagna, sameiginlegur kostnaður eigenda, allra eða sumra, sbr. 7. og 44. gr., enda þótt hleðslubúnaður sé við eða á bílastæði sem er séreign eða fylgir séreign.
                  c.      6. mgr. falli brott.
     2.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað „6. mgr.“ í 7. tölul. h-liðar komi: 4. mgr.
                  b.      Í stað „8. mgr.“ í 4. tölul. i-liðar komi: 7. mgr.
                  c.      Í stað „9. mgr.“ í 5. tölul. i-liðar komi: 8. mgr.
     3.      14. gr. orðist svo:
                  Við 6. tölul. 3. mgr. 74. gr. laganna bætist: sbr. 33. gr., og hleðslubúnað fyrir rafbíla, sbr. 33. gr. a – 33. gr. d.