Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1644  —  639. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Orkusjóð.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


    4. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Fjármögnun verkefna.

    Stjórn Orkusjóðs gerir tillögur um lánveitingar og framlög úr Orkusjóði í samræmi við áherslur og stefnumótun stjórnvalda, fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins, sem og að fenginni umsögn fagráðs sem stjórnin skipar til fjögurra ára í senn. Fagráð skal skipað allt að sjö einstaklingum. Fagráð er til ráðgjafar um fagleg málefni við úthlutanir úr sjóðnum. Jafnframt er fagráð ráðgefandi fyrir stjórn sjóðsins eftir því sem óskað er.
    Orkusjóði er ekki heimilt að veita Orkustofnun eða öðrum stofnunum eða opinberum fyrirtækjum sem þiggja fé úr ríkissjóði styrki eða lán af fé sjóðsins.