Ferill 924. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1645  —  924. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Í hvaða farveg munu verkefni Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins fara um næstu áramót þegar Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja óháðar og sjálfstæðar rannsóknir á verkþáttum, efni og aðferðum í byggingariðnaði ef verkefnum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins verður beint í samkeppnissjóði?


Skriflegt svar óskast.