Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1660  —  447. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006 (skil ársreikninga).

(Eftir 2. umræðu, 9. júní.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 97. gr. laganna:
     a.      Í stað tilvísunarinnar „2. gr. laga um endurskoðendur, nr. 79/2008“ í 1. mgr. kemur: 3. gr. laga um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „1. og 2. mgr. 19. gr. laga nr. 79/2008, um endurskoðendur“ í 2. mgr. kemur: V. kafla laga um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019.

2. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008“ í 1. málsl. 2. mgr. 104. gr. laganna kemur: lögum um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 121. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins ,,átta“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: sex.
     b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef stjórn félags eða framkvæmdastjóri þess sækir þing getur héraðsdómari orðið við beiðni félagsins um að fresta meðferð kröfunnar í allt að tvo mánuði.
     c.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Berist beiðni þar að lútandi er ársreikningaskrá heimilt að fella niður allar álagðar stjórnvaldssektir skv. 1.–6. mgr. 120. gr. í kjölfar móttöku:
                  1.      hlutafélagaskrár á skriflegri yfirlýsingu hluthafa í einkahlutafélagi um að allar gjaldfallnar og ógjaldfallnar skuldir félags hafi verið greiddar og að félaginu verði slitið skv. 83. gr. a laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994,
                  2.      tilkynningar skilanefndar til hlutafélagaskrár um slit einkahlutafélags skv. 2. mgr. 91. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994,
                  3.      yfirlýsingar um afmáningu útibús erlends einkahlutafélags úr hlutafélagaskrá í samræmi við XVI. kafla laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994,
                  4.      tilkynningar skilanefndar til hlutafélagaskrár um slit hlutafélags eða samlagshlutafélags skv. 2. mgr. 116. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995,
                  5.      yfirlýsingar um afmáningu útibús erlends hlutafélags úr hlutafélagaskrá í samræmi við XVI. kafla laga um hlutafélög, nr. 2/1995,
                  6.      firmaskrár á tilkynningu um slit sameignarfélags skv. 6. mgr. 42. gr. laga um sameignarfélög, nr. 50/2007,
                  7.      sjálfseignarstofnanaskrár á yfirlýsingu um slit sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sbr. 36. gr. laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999,
                  8.      samvinnufélagaskrár á yfirlýsingu um slit samvinnufélags í samræmi við 2. mgr. 67. gr. laga um samvinnufélög, nr. 22/1991, eða
                  9.      fyrirtækjaskrár á yfirlýsingu félagsmanna um slit samlagsfélags.
                      Heimild ársreikningaskrár til að fella niður álagðar stjórnvaldssektir er háð því skilyrði að ársreikningi félags hafi verið skilað til ársreikningaskrár í samræmi við ákvæði laga þessara.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.