Ferill 928. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1667  —  928. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjölda á biðlistum.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hversu margir eru á biðlistum fyrir valfrjálsar aðgerðir nú og hversu margir voru á slíkum biðlistum á sama tíma sl. tvö ár?
     2.      Hversu lengi eru einstaklingar að jafnaði á biðlista fyrir valfrjálsar aðgerðir nú og hvernig var staðan á sama tíma sl. tvö ár?
     3.      Telur ráðherra sumarlokanir á heilbrigðisstofnunum hafa áhrif á þessa biðlista og ef svo er, með hvaða hætti?


Skriflegt svar óskast.