Ferill 929. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1672  —  929. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um niðurfellingu vega af vegaskrá.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu margir vegir hafa verið felldir af vegaskrá á tímabilinu 2014–2020?
     2.      Hvert er heiti, númer og lengd þessara vega?
     3.      Hvernig skiptast þessir vegir á milli sveitarfélaga?
     4.      Hver eru rökin fyrir niðurfellingu í hverju tilfelli?


Skriflegt svar óskast.