Ferill 764. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1674  —  764. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni ráðuneytisins.



     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir ráðuneytið?
    Um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er fjallað í forsetaúrskurði nr. 119/2018. Þar segir eftirfarandi:
     8. gr. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fer með mál er varða:
     1.      Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
     2.      Samgöngur í lofti, á láði og legi.
     3.      Fjarskipti.
     4.      Sveitarstjórnarmál.
     5.      Byggðamál.
     6.      Skráningu einstaklinga, lögheimili og aðsetur, fasteignaskrá og fasteignamat.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna ráðuneytisins og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Í fjárlögum fyrir árið 2020 er heildarfjárheimild til aðalskrifstofu ráðuneytisins 699,0 millj. kr. að meðtalinni rekstrarfjárfestingu. Í fjárlögum er kostnaður ekki áætlaður niður á lögbundin verkefni. Ráðuneytið styðst ekki við verkbókhald en gróflega má áætla að fjárheimild ráðuneytisins skiptist hlutfallslega niður á lögbundin verkefni eins og fram kemur í töflunni.

Skipulag, rekstur og starfsmannahald 12%
Samgöngur í lofti, á láði og legi 33%
Fjarskipti og póstmál 19%
Skráning einstaklinga, lögheimili og aðsetur, fasteignaskrá og fasteignamat 10%
Sveitarstjórnarmál, þ.m.t. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 19%
Byggðamál      7%