Ferill 767. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1678  —  767. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Þjóðskrár Íslands.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Þjóðskrá Íslands?
    Um verkefni Þjóðskrár Íslands er fjallað í 2. mgr. 3. gr. laga um Þjóðskrá Íslands, nr. 70/2018. Þar segir eftirfarandi:
     a.      Stofnunin sér um þjóðskrá og tengdar skrár, gefur út kennitölur og annast rekstur gagna- og upplýsingakerfa þjóðskrár samkvæmt lögum sem um þjóðskrá gilda hverju sinni.
     b.      Stofnunin sér um fasteignaskrá og tengdar skrár og annast rekstur gagna- og upplýsingakerfa fasteignaskrár og útreikning fasteignamats og brunabótamats samkvæmt lögum sem um þau málefni gilda hverju sinni.
     c.      Stofnunin sér um að viðhalda og láta í té stofn til útgáfu vegabréfa til íslenskra ríkisborgara og annarrar skilríkjaútgáfu á vegum hins opinbera eða samkvæmt sérlögum. Þá gefur stofnunin út rafrænt auðkenni.
     d.      Stofnunin gefur út kjörskrárstofn, rekur utankjörfundarkerfi og sinnir verkefnum sem henni eru falin við framkvæmd kosninga.
     e.      Stofnunin getur samkvæmt ákvörðun ráðherra annast rekstur og varðveislu á öðrum opinberum skrám eða þróun og rekstur annarra opinberra tölvukerfa.
     f.      Stofnunin er ráðgefandi fyrir ráðherra á starfssviði sínu, veitir aðstoð við undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða og aðstoðar við stefnumótun og ákvörðunartöku eftir því sem við á.
     g.      Stofnunin tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi og mótun alþjóðareglna á starfssviði sínu í samvinnu við ráðherra. Samkvæmt ákvörðun ráðherra getur stofnunin annast undirbúning samninga við erlend ríki og alþjóðastofnanir og eftir atvikum getur ráðherra, í samráði við ráðherra sem fer með utanríkismál, falið stofnuninni gerð slíkra samninga. Stofnunin vinnur enn fremur að innleiðingu og framfylgd alþjóðasamninga og EES-gerða eftir því sem við á í samvinnu við ráðuneytið.
     h.      Stofnunin tekur þátt í og annast rannsóknir, greiningu og þróun á starfssviði sínu.
     i.      Stofnunin á samráð við þá aðila, félög, samtök og stofnanir sem tengjast starfsemi hennar.
     j.      Stofnunin annast önnur verkefni sem ráðherra kann að fela henni.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Þjóðskrár Íslands og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Í fjárlögum fyrir árið 2020 nemur heildarfjárheimild Þjóðskrár Íslands 2.059,2 millj. kr., þar af eru 943,8 millj. kr. fjármagnaðar með framlagi ríkissjóðs.
    Í fjárlögum er kostnaður ekki áætlaður niður á lögbundin verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er hlutfallsskipting kostnaðar gróflega áætluð eins og greint er frá í eftirfarandi töflu:
Stofnunin sér um þjóðskrá og tengdar skrár, gefur út kennitölur og annast rekstur gagna- og upplýsingakerfa þjóðskrár samkvæmt lögum sem um þjóðskrá gilda hverju sinni. 27%
Stofnunin sér um fasteignaskrá og tengdar skrár og annast rekstur gagna- og upplýsingakerfa fasteignaskrár og útreikning fasteignamats og brunabótamats samkvæmt lögum sem um þau málefni gilda hverju sinni. 42%
Stofnunin sér um að viðhalda og láta í té stofn til útgáfu vegabréfa til íslenskra ríkisborgara og annarrar skilríkjaútgáfu á vegum hins opinbera eða samkvæmt sérlögum. Þá gefur stofnunin út rafrænt auðkenni. 10%
Stofnunin gefur út kjörskrárstofn, rekur utankjörfundarkerfi og sinnir verkefnum sem henni eru falin við framkvæmd kosninga. 0,5–1%
Stofnunin getur samkvæmt ákvörðun ráðherra annast rekstur og varðveislu á öðrum opinberum skrám eða þróun og rekstur annarra opinberra tölvukerfa. 16%
Stofnunin er ráðgefandi fyrir ráðherra á starfssviði sínu, veitir aðstoð við undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða og aðstoðar við stefnumótun og ákvörðunartöku eftir því sem við á. 0,5-1%
Stofnunin tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi og mótun alþjóðareglna á starfssviði sínu í samvinnu við ráðherra. Samkvæmt ákvörðun ráðherra getur stofnunin annast undirbúning samninga við erlend ríki og alþjóðastofnanir og eftir atvikum getur ráðherra, í samráði við ráðherra sem fer með utanríkismál, falið stofnuninni gerð slíkra samninga. Stofnunin vinnur enn fremur að innleiðingu og framfylgd alþjóðasamninga og EES-gerða eftir því sem við á í samvinnu við ráðuneytið. 0,5%
Stofnunin tekur þátt í og annast rannsóknir, greiningu og þróun á starfssviði sínu. 3%

    Kostnaður vegna samráðs eða verkefna sem ráðherra kann að fela Samgöngustofu er ekki tilgreindur sérstaklega, enda samofinn annarri starfsemi stofnunarinnar.