Ferill 439. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1681  —  439. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (þjónustustig, fagráð o.fl.).

Frá meiri hluta velferðarnefndar (ÓGunn, ÁsF, HSK, LRM, VilÁ).


     1.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „kennslu“ í 1. mgr. a-liðar (7. gr. a) komi: nema.
                  b.      3. málsl. 1. mgr. b-liðar (7. gr. b) orðist svo: Hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri er m.a. að vera kennslusjúkrahús, varasjúkrahús Landspítala, annast kennslu nema í grunn- og framhaldsnámi, taka þátt í að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgreinum í samstarfi við menntastofnanir og aðrar heilbrigðisstofnanir og gera fagfólki kleift að sinna fræðastörfum við háskóla auk þess að stunda og veita aðstöðu til vísindarannsókna.
                  c.      Orðin „nr. 125/1999“ í d-lið (7. gr. d) falli brott.
                  d.      2. málsl. e-liðar (7. gr. e) orðist svo: Um frekari þjónustu í dagdvöl fer skv. 3. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga um málefni aldraðra.
     2.      6. gr. orðist svo:
                      Í stað tilvísunarinnar „10. og 12. gr.“ í 8. gr. laganna kemur: 10. gr.
     3.      Við 8. gr. A-liður falli brott.
     4.      9. gr. orðist svo:
                      11. gr. laganna orðast svo:
                      Forstjóri heilbrigðisstofnunar skal í samráði við framkvæmdastjórn, sé slík starfandi samkvæmt skipuriti, gera skipurit stofnunar. Skipurit skal kynnt ráðherra áður en það tekur gildi.
     5.      Á eftir 9. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      12. gr. laganna fellur brott.
     6.      Í stað orðanna „rekstur og skipulag heilbrigðisstofnunarinnar “ í 2. mgr. 10. gr. komi: og skipulag heilbrigðisstofnunar.
     7.      Við 12. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: Orðið „almenna“ í 2. mgr. fellur brott.
                  b.      C-liður orðist svo: Orðin „sérhæfðum“ og „sérhæfðu“ í 3. mgr. falla brott.
     8.      Á eftir 13. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal skipa starfshóp sem falið verði að leggja fram tillögur að skilgreiningu á hugtakinu „fjarheilbrigðisþjónusta“ í lögum. Starfshópurinn skal skila niðurstöðum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. júní 2021 og ráðherra skal í kjölfarið flytja þinginu munnlega skýrslu um niðurstöður starfshópsins.