Ferill 840. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1683  —  840. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 (samkomudagur reglulegs Alþingis 2020).

Frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis.
    Með frumvarpinu er eingöngu lagt til að samkomudagur reglulegs Alþingis haustið 2020 verði fimmtudagurinn 1. október í stað annars þriðjudags í september, eins og þingskapalög kveða á um. Markmið frumvarpsins er að tryggja aukið ráðrúm til að undirbúa nauðsynlegar breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og til að ganga frá fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025 til framlagningar á Alþingi, sem og frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 11. júní 2020.

Þorsteinn Sæmundsson,
frsm.
Brynjar Níelsson. Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Líneik Anna Sævarsdóttir. Óli Björn Kárason. Þórunn Egilsdóttir.