Ferill 814. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1692  —  814. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, BÁ, BjG, GuðmT, SilG, SÞÁ, ÞorbG).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „fleiri en einum manni“ í 3. tölul. komi: einum manni eða fleiri.
                  b.      4. tölul. falli brott.
                  c.      Við bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                     Þá verður skuldari að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna skilyrða:
                      1.      Mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi frá 1. apríl 2020 og þar til sótt er um úrræðið lækkað um 75 hundraðshluta eða meira í samanburði við meðaltal mánaðartekna á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 29. febrúar 2020.
                      2.      Mánaðarlegar heildartekjur síðustu þriggja mánaða áður en sótt er um úrræðið hafi lækkað um 75 hundraðshluta eða meira í samanburði við sama tímabil árið áður.
                      3.      Fyrirsjáanlegt er að heildartekjur af starfseminni á næstu þremur mánuðum frá því að sótt er um úrræðið lækki um 75 hundraðshluta eða meira í samanburði við sama tíma árið áður.
     2.      Í stað orðanna „5. tölul. 2. gr.“ í 2. mgr. 3. gr. komi: 4. tölul. 1. mgr. 2. gr.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Á undan 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Skuldari sem leitar heimildar til endurskipulagningar á fjárhag sínum skal í því skyni ráða sér til aðstoðar lögmann eða löggiltan endurskoðanda.
                  b.      4. tölul. 1. mgr. orðist svo: nafni, kennitölu og starfsheiti aðstoðarmanns við fjárhagslega endurskipulagningu, sem skuldari ræður í því skyni, ásamt staðfestingu hans á því að hann taki starfann að sér frá og með því tímamarki sem greinir í 6. gr. og yfirlýsingu hans um að hann uppfylli skilyrði 3. mgr. 10. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.
     4.      Við 6. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Sé krafa tryggð með lögveði þegar beiðni um heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar berst héraðsdómi skal sá tími sem heimildin er í gildi vera undanskilinn lögbundnum fyrningarfresti lögveðs.
     5.      Í stað orðanna „að skilyrðum sé fullnægt til að verða við beiðni skuldarans skal tiltekið í úrskurði að heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar sé veitt til ákveðins dags“ í 1. málsl. 3. mgr. 7. gr. komi: að skilyrði til að verða við beiðni skuldarans séu uppfyllt skal ákveðið í úrskurði að heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar sé veitt til tiltekins dags.
     6.      Á eftir tilvísuninni „2.–5.“ í 1. mgr. 10. gr. komi: mgr.
     7.      4. tölul. 1. mgr. 11. gr. orðist svo: Skilanefnd fær löggildingu til félagsslita og hefur heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar.
     8.      Við 1. mgr. 12. gr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Héraðsdómari getur ákveðið með bókun í þingbók að vísa kröfunni á bug án frekari aðgerða ef hann telur hana bersýnilega tilefnislausa, efni hennar verulega áfátt eða að komið verði að lokum heimildarinnar þegar unnt yrði að taka afstöðu til kröfunnar. Ákvörðun héraðsdómara um þetta verður ekki skotið til æðra dóms.
     9.      Í stað orðsins „umsjónarmanns“ í lokamálslið 2. mgr. 13. gr. og 3. tölul. 2. mgr. 14. gr. komi: aðstoðarmanns.
     10.      Í stað orðanna „þeim tilgangi hennar“ í 1. málsl. 1. mgr. 17. gr. komi: þeim tilgangi endurskipulagningar.
     11.      Í stað orðsins „umsjónarmanni“ í 2. málsl. 2. mgr. 18. gr. komi: aðstoðarmanni.
     12.      Í stað orðanna „gjaldfrestur af öllum“ í 2. tölul. 1. mgr. 20. gr. komi: gjaldfrestur á öllum.
     13.      Við 24. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Á eftir orðunum „vegna nauðasamningsins“ í 4. tölul. 1. mgr. 28. gr. laganna kemur: sbr. þó ákvæði til bráðabirgða II.
                  b.      B-liður falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „skv. 31. gr. a fer sá lánardrottinn“ í c-lið komi: samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II fer lánardrottinn.
                  d.      Í stað orðanna „sbr. 31. gr. a“ í d-lið komi: sbr. ákvæði til bráðabirgða II.
                  e.      Í stað orðanna „skv. 31. gr. a“ í e-lið komi: samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II.
                  f.      Við f-lið bætist: samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II.
                  g.      1. tölul. g-liðar orðist svo: Í stað orðanna „skrám sínum skv. 1. og 2. mgr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: skrá sinni skv. 1. mgr.; og í stað orðsins „þeim“ í sama tölulið kemur: henni.
                  h.      Í stað tilvísunarinnar „31. gr. a“ í h-lið komi: ákvæðis til bráðabirgða II.
                  i.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                     Í nauðasamningi samkvæmt lögum um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar má kveða á um breytingu á greiðsluskilmálum kröfu sem samningsveð er fyrir í eign skuldarans, þar á meðal að lengja lánstíma eða fresta gjalddaga á greiðslu hluta skuldarinnar eða hennar allrar í allt að 18 mánuði, en slík breyting verður þá að ganga jafnt yfir alla sem njóta samningsveðs í sömu eign. Breytingu sem þessa má ekki gera nema að því marki sem nauðsynlegt er til að skuldari fái til ráðstöfunar fé til að efna samningskröfur eftir ákvæðum nauðasamnings.
     14.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar.