Ferill 931. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
2. uppprentun.

Þingskjal 1693  —  931. mál.
Nýr liður.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um hagsmunaverði.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir ráðherrar og aðstoðarmenn ráðherra hafa látið af störfum hjá Stjórnarráði Íslands á undanförnum tíu árum? Svar óskast sundurliðað eftir starfsmannahópi/embætti og ári.
     2.      Hversu mörg þeirra gerðust hagsmunaverðir, sbr. nýsamþykkt lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands, innan sex mánaða eftir að störfum þeirra fyrir Stjórnarráð Íslands lauk? Svar óskast sundurliðað eftir starfsmannahópi/embætti og ári.
     3.      Hversu margir ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar og sendiherrar hafa látið af störfum hjá Stjórnarráði Íslands á undanförnum tíu árum og hversu mörg þeirra gerðust hagsmunaverðir innan sex mánaða eftir að störfum þeirra fyrir Stjórnarráð Íslands lauk? Séu slíkar upplýsingar ekki til reiðu hjá forsætisráðuneytinu vegna skiptingar stjórnarmálefna milli ráðuneyta hvernig hyggst ráðherra þá uppfylla eftirlit með 5. gr. áðurnefndra laga?


Skriflegt svar óskast.