Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1701, 150. löggjafarþing 712. mál: Framkvæmdasjóður ferðamannastaða (markmið og hlutverk).
Lög nr. 61 22. júní 2020.

Lög um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011 (markmið og hlutverk).


1. gr.

     1.–4. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Markmið laga þessara er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið laga þessara að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.
     Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila í samræmi við 1. mgr. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.
     Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er heimilt að fjármagna undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda skv. 2. mgr. en sjóðnum er ekki heimilt að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
     Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er ekki heimilt að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. júní 2020.