Ferill 744. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1728  —  744. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Hagstofu Íslands.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Hagstofa Íslands?
    Hagstofa Íslands starfar eftir lögum um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007. Um verkefni stofnunarinnar er að öðru leyti getið í fjölmörgum öðrum lögum, svo sem lögum um greiðslujöfnunarvísitölu, nr. 133/2008, lögum um launavísitölu, nr. 89/1989, lögum um vísitölu byggingarkostnaðar, nr. 42/1987, lögum um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995, og fleiri lögum.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Hagstofu Íslands og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Heildarfjárveiting til Hagstofu Íslands samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020 er 1.481,8 millj. kr. vegna ársins 2020 og er nýtt til að sinna lögbundnum verkefnum embættisins. Kostnaði er ekki deilt niður á hvert lögbundið verkefni í fjárlögum heldur er gerð grein fyrir skiptingu fjárheimilda málefnasviða og málaflokka í fjárlögum niður á stofnanir og sérstök verkefni í fylgiriti fjárlaga. Hagstofa Íslands heyrir undir málefnasvið 06 Hagskýrslugerð og grunnskrár og málaflokk 06.10 Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál.