Ferill 743. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1729  —  743. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni umboðsmanns barna.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir umboðsmaður barna?
    Um lögbundin verkefni umboðsmanns barna er kveðið á um í lögum um umboðsmann barna, nr. 83/1994.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna umboðsmanns barna og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Heildarfjárveiting til umboðsmanns barna samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020 er 78,8 millj. kr. vegna ársins 2020 og er nýtt til að sinna lögbundnum verkefnum embættisins. Kostnaði er ekki deilt niður á hvert lögbundið verkefni í fjárlögum heldur er gerð grein fyrir skiptingu fjárheimilda málefnasviða og málaflokka í fjárlögum niður á stofnanir og sérstök verkefni í fylgiriti fjárlaga. Umboðsmaður barna heyrir undir málefnasvið 29 Fjölskyldumál og málaflokk 29.40 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn.