Ferill 718. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1753  —  718. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, með síðari breytingum (skuldbindingar og losunarheimildir).

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (KÓP, ATG, GBr, HKF, LínS, VilÁ, VilB).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Fjarlæging frumefnisins kolefnis“ í 1. tölul. komi: Það að fjarlægja frumefnið kolefni.
                  b.      Í stað orðanna „Niðurdæling og geymsla koldíoxíðs“ í 3. tölul. komi: Það að dæla niður og geyma koldíoxíð.
                  c.      Við 4. tölul. bætist nýr stafliður svohljóðandi: Aðrir loftkenndir efnisþættir andrúmsloftsins, náttúrulegir og af mannavöldum sem gleypa innrauða geislun og senda hana frá sér aftur.
     2.      Orðið „vegna“ í 2. málsl. 2. efnismgr. 3. gr. falli brott.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „viðmiðunartímabilinu“ í 1. mgr. b-liðar komi: tímabilinu.
                  b.      2. mgr. b-liðar orðist svo:
                      Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði m.a. um úthlutun losunarheimilda, hvaða starfsemi telst vera hætt við kolefnisleka, breytingar á starfsemisstigi og efni skýrslu þar um sem og skilyrði þess að starfsemi teljist hætt.
     4.      6. efnismgr. a-liðar 6. gr. orðist svo:
                      Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði, m.a. um úthlutun losunarheimilda, hvaða starfsemi telst vera hætt við kolefnisleka, breytingar á starfsemisstigi og efni skýrslu þar um sem og skilyrði þess að starfsemi teljist hætt.
     5.      Við 9. gr.
                  a.      1. efnismgr. orðist svo:
                      Umhverfisstofnun er heimilt að undanskilja starfsstöðvar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir ef losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöðinni er undir 25.000 tonnum af koldíoxíðsígildum, og í þeim tilvikum þegar brennsla er hluti af starfseminni er einnig skilyrði að uppsett afl hafi verið undir 35 MW, að undanskilinni losun frá lífmassa, á hverju ári í þau þrjú ár sem eru næst á undan þeim degi er umsókn um undanþágu berst Umhverfisstofnun.
                  b.      Í stað orðanna „Í reglugerðinni skal m.a. setja kröfur“ í 7. efnismgr. komi: m.a.
     6.      Í stað orðanna „1. og 3. mgr. 21. gr. b“ í 12. gr. komi: 21. gr. b.
     7.      Við 1. efnismgr. 15. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynna skal Umhverfisstofnun um hvers kyns breytingar á vöktunaráætlun og eru verulegar breytingar háðar samþykki stofnunarinnar.
     8.      Í stað orðanna „reikningurinn geti verið nýttur“ í c-lið 2. mgr. b-liðar 17. gr. komi: reikninginn sé hægt að nýta.
     9.      Við 26. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sbr. 10. gr.“ í 4. tölul. komi: sbr. 1. mgr. 21. gr. b.
                  b.      Á eftir orðinu „samþykkt“ í 9. tölul. komi: verulegra.
                  c.      Í stað orðsins „koldíoxíðs“ í 10. tölul. komi: gróðurhúsalofttegunda.
     10.      Í stað orðanna „21. gr. a“ í 33. gr. komi: 21. gr. b.
     11.      9. og 12.–17. tölul. 34. gr. falli brott.