Ferill 688. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1760  —  688. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða samninga sem í gildi eru hefur ráðuneytið og stofnanir þess gert skv. 40. og 41. gr. laga um opinber fjármál?
     2.      Samkvæmt hvaða heimild hefur hver þeirra verið gerður, sbr. heimildir í fyrrnefndum lagagreinum?
     3.      Hver er gildistími hvers samnings?
     4.      Fellur gildistími einhvers samnings utan ákvæða 40. og 41. gr. laganna? Sé svo, hvers vegna?
     5.      Hver er samanlögð árleg fjárskuldbinding hvers samnings og hvert er hlutfall hennar af árlegri fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningnum?
     6.      Hvaða stefnumörkun samkvæmt gildandi fjármálaáætlun liggur til grundvallar hverjum samningi fyrir sig?
     7.      Hvenær var síðast metið hvort hver samningur uppfyllti kröfur um umfang og gæði eins og gert er ráð fyrir í 5. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál?
     8.      Við hvaða gæðamælikvarða var miðað í tilviki hvers samnings?
     9.      Hafa verið gerðir samningar um framkvæmdir, rekstur eða afmörkuð verkefni sem falla utan 40. eða 41. gr. laga um opinber fjármál?
     10.      Eru í gildi samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015?


    Svar við fyrirspurninni er tekið saman fyrir hverja stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytisins og byggist á upplýsingum sem aflað var hjá viðkomandi stofnunum. Gerður er greinarmunur á samningum sem gerðir eru skv. 1.– 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál.
    Undir 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál falla samningar sem ríkisaðilum er heimilt að gera án atbeina ráðherra eða hlutaðeigandi ráðherra, m.a. um afmörkuð rekstrarverkefni. Í svari þessu eru tilgreindir þeir samningar sem falla undir 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál en til að draga úr umfangi svarsins er það afmarkað við samninga sem fela í sér skuldbindingu hærri en 5 millj. kr. á ársgrundvelli.
    Þá er rétt að nefna að samningar um afmörkuð rekstrarverkefni falla í sumum tilfellum ekki að sérstaklega tilgreindri stefnumörkun í gildandi fjármálaáætlun vegna eðlis samninganna.
    Bent skal á að undir 41. gr. laga um opinber fjármál falla aðrir samningar við ríki, samtök ríkja og alþjóðastofnanir. Sú grein laganna lýtur einkum að ýmiss konar alþjóðlegum rannsókna- eða átaksverkefnum, t.d. í mennta- eða menningarmálum, upplýsingatækni eða á öðrum fræðasviðum, sem oft eru styrkt af samtökum ríkja eða alþjóðastofnunum eða jafnvel fjármögnuð að hluta eða mestu leyti af erlendum samningsaðilum. Oft er tekin ákvörðun um þátttöku í slíkum verkefnum á alþjóðlegum vettvangi meðal aðildarþjóða alþjóðastofnana. Útgjöld vegna slíkra samninga skulu vera í samræmi við fjármálaáætlun og heimildir fjárlaga og eftir atvikum samþykkta stefnumótun ríkisaðila.
    Í 5. tölul. fyrirspurnarinnar er óskað eftir upplýsingum um árlega fjárskuldbindingu hvers samnings og hvert hlutfall hennar er af fjárveitingu þess ríkisaðila sem ber ábyrgð á samningnum. Í svarinu afmarkast hlutfall árlegrar fjárskuldbindingar við samninga sem falla undir 3. mgr. 40. gr. laga um opinber fjármál, þ.e. afmarkaða rekstrarsamninga sem gera má án atbeina fjármála- og efnahagsráðherra eða hlutaðeigandi ráðherra.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
     1.      Samningur um Microsoft-hugbúnaðarleyfi.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 1. mgr.
     3.      2021.
     4.      Nei.
     5.      597 millj. kr. árið 2020.
     6.      Markmið 1 í málaflokki 5.4. í fjármálaáætlun 2019–2023: Hraðari uppbygging stafrænna innviða.
     7.      Í maí–júlí 2019.
     8.      Hugbúnaðarsamningur, gæði varða veitingu þjónustunnar og eru skilgreind í samningi.

     1.      X-Road.
     2.      41. gr. laga um opinber fjármál.
     3.      2020.
     4.      Nei.
     5.      18.410 EUR eða 2,5 millj. kr. á gengi ársins 2019.
     6.      Markmið 1 í málaflokki 5.4. í fjármálaáætlun 2019–2023: Hraðari uppbygging stafrænna innviða.
     7.      Í janúar 2020 í tengslum við væntanlega aðild Íslands að NIIS-stofnuninni sem stefnt er á að gerist á árinu 2020.
     8.      Samningar um aðgengi að hugbúnaði og þjónustu við uppsetningu.

     1.      Samningur um rafræna auðkenningu.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 1. mgr.
     3.      2023.
     4.      Nei.
     5.      Upphæðin fer eftir magni. Heildarkostnaður árið 2019 var 60 millj. kr.
     6.      Markmið 1 í málaflokki 5.4. í fjármálaáætlun 2019–2023: Hraðari uppbygging stafrænna innviða.
     7.      Í maí–júlí 2019.
     8.      Hugbúnaðarsamningur, gæði varða veitingu þjónustunnar og eru skilgreind í samningi.

     1.      Samningur við Rannís.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 1. mgr.
     3.      2022.
     4.      Nei.
     5.      18 millj. kr.
     6.      Samningurinn fellur undir stefnu ráðherra á málefnasviði 05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla, í málaflokki 05.1 skattar og innheimta sem og málaflokki 05.40. Auk þess snýr efni samningsins að málaflokki 07.1 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum, sbr. 20. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.
     7.      Samningur gerður fyrir innan við ári síðan. Samningur metinn í nóvember ár hvert.
     8.      Samþykktarhlutfall, fjöldi vettvangsheimsókna, fjöldi fyrirspurna til umsækjenda, kynjahlutfall þeirra sem eru í forsvari fyrir verkefninu, skipting verkefna eftir landshlutum.

     1.      WCO.
     2.      41. gr. laga um opinber fjármál.
     3.      2020.
     4.      Nei.
     5.      7,1 millj. kr.
     6.      Samningur við alþjóðastofnun, á ekki við.
     7.      Á ekki við.
     8.      Á ekki við.

    Svar við 9. og 10. tölul. um samninga fjármála- og efnahagsráðuneytis:
     9.      Já. Ráðuneytið hefur gert slíka samninga til skemmri tíma en eins árs en þeir falla samkvæmt orðanna hljóðan utan 40. gr. laga um opinber fjármál. Þess má geta að ráðuneytið hefur einnig gert samninga við lögmannsstofur um framkvæmd kröfulýsinga vegna þjóðlendumála fyrir óbyggðanefnd. Því verkefni var upphaflega útvistað fyrir gildistöku laga um opinber fjármál.
     10.      Fjármála- og efnahagsráðuneytið er með samning sem gerður er við Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkisins. Samningurinn var gerður í fyrsta sinn árið 2007 þegar Lánasýsla ríkisins var lögð niður en var endurnýjaður 2010 og uppfærður með tilliti til samskipta við matsfyrirtæki á árinu 2019. Samningurinn er gerður á grundvelli 6. gr. laga nr. 43/1990 með síðari breytingum um lánasýslu ríkisins.

Framkvæmdasýsla ríkisins.
     1.      Heilsugæslustöð á Reyðarfirði, stækkun – samningur um eftirlit og byggingarstjórn (nr. E-18048).
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr., og samkvæmt heimild í lögum um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001, sbr. 2. mgr. 20. gr.
     3.      Gildistími er í samræmi við framkvæmdatíma viðkomandi verkefnis.
     4.      Nei.
     5.      Heildarþóknun fer eftir vinnuframlagi sem óskað er eftir, á grundvelli tímavinnu. Það á við um alla eftirlitssamninga að fjármögnun þeirra er hluti af fjármögnun viðkomandi verkefnis í heild. Fjármögnun byggist því á samþykkt samstarfsnefndar um opinber fjármál. Greiðslur vegna samningsins námu 5,5 millj. kr. árið 2019 eða sem nemur 1,6% af fjárveitingu stofnunarinnar.
     6.      Snýr að stefnumörkun í málaflokki 5.2 Eignaumsýsla ríkisins í fjármálaáætlun.
     7.      Mat á fullnustu krafna um umfang og gæði byggist á umsjón FSR með heildarframkvæmd, þar á meðal vinnu eftirlitsaðila og er því viðvarandi á verktíma.
     8.      Hæfniskröfur eru gerðar til þeirra sem taka að sér eftirlit en þær byggjast m.a. á kröfum sem gerðar eru í lögum.

     1.      Byggðastofnun nýbygging – samningur um eftirlit (nr. E-18049).
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr. og samkvæmt heimild í lögum um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001, sbr. 2. mgr. 20. gr.
     3.      Gildistími er í samræmi við framkvæmdatíma viðkomandi verkefnis.
     4.      Nei.
     5.      Heildarþóknun fer eftir vinnuframlagi sem óskað er eftir, á grundvelli tímavinnu. Það á við um alla eftirlitssamninga að fjármögnun þeirra er hluti af fjármögnun viðkomandi verkefnis í heild. Fjármögnun byggist því á samþykkt samstarfsnefndar um opinber fjármál. Greiðslur vegna samningsins námu 7,2 millj. kr. árið 2019 eða sem nemur 2,1% af fjárveitingu stofnunarinnar.
     6.      Snýr að stefnumörkun í málaflokki 5.2 Eignaumsýsla ríkisins í fjármálaáætlun.
     7.      Mat á fullnustu krafna um umfang og gæði byggist á umsjón FSR með heildarframkvæmd, þar á meðal vinnu eftirlitsaðila og er því viðvarandi á verktíma.
     8.      Hæfniskröfur eru gerðar til þeirra sem taka að sér eftirlit en þær byggjast m.a. á kröfum sem gerðar eru í lögum.

     1.      Advania, þjónustusamningur.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr.
     3.      Ótímabundinn en uppsegjanlegur.
     4.      Já. Um er að ræða minni háttar samning sem er með uppsagnarákvæði.
     5.      9,2 millj. kr. eða 2,6% af heildarfjárveitingu stofnunarinnar árið 2019.
     6.      Á ekki við, um er að ræða reglubundinn rekstrarsamning sem fellur ekki að sérstaklega tilgreindri stefnumörkun í fjármálaáætlun.
     7.      Fundað er árlega með þjónustugjafa til að tryggja að þjónusta gangi sem best fyrir sig og sé í samræmi við samning.
     8.      Um er að ræða þjónustusamning í mörgum liðum og með viðaukum sem lýsa þeim þjónustuþáttum sem um er samið. Í því felst að settir eru mælikvarðar á hvaða þjónustuþætti verksalinn þarf að uppfylla.

    Svar við 9. og 10. tölul. um samninga Framkvæmdasýslu ríkisins:
     9.      Nei.
     10.      Nei.

Skatturinn.
     1.      Advania, hugbúnaðargerð.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr.
     3.      Gildir til eins árs í senn.
     4.      Nei.
     5.      356,2 millj. kr. eða 4,7% af heildarfjárveitingu stofnunarinnar árið 2019.
     6.      Aðallega á markmiðum 1. og 2. á málefnasviði 05.1 Skattar og innheimta.
     7.      Það er gert í september eða október á hverju ári.
     8.      Hátt þjónustustig, öryggi gagna og kerfa, uppitíma kerfa, mikla sérþekkingu verksala á tilteknum kerfum o.fl.

     1.      Advania, tölvuvinnsla og rekstrarþjónusta.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr.
     3.      Gildir til eins árs í senn.
     4.      Nei.
     5.      456 millj. kr. eða 6,1% af heildarfjárveitingu stofnunarinnar árið 2019.
     6.      Aðallega á markmiðum 1 og 2 á málefnasviði 05.1 Skattar og innheimta.
     7.      Ríkiskaup fór í örútboð sl. haust um kaup á þjónustu við hýsingu og rekstur á tölvukerfi stofnunarinnar.
     8.      Hátt þjónustustig, öryggi gagna og kerfa, uppitíma kerfa, mikla sérþekkingu verksala á tilteknum kerfum, o.fl.

    Svar við 9. og 10. tölul. um samninga Skattsins:
     9.      Nei.
     10.      Nei.

Fjársýsla ríkisins.
     1.      Verksamningur um húsumsjón – Dagar.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr.
     3.      Ótímabundinn en uppsegjanlegur.
     4.      Já. Um er að ræða minni háttar samning sem er með uppsagnarákvæði.
     5.      5,6 millj. kr. eða 0,3% af heildarfjárveitingu stofnunarinnar árið 2019.
     6.      Á ekki við, um er að ræða reglubundinn rekstrarsamning sem fellur ekki að sérstaklega tilgreindri stefnumörkun í fjármálaáætlun.
     7.      Janúar 2020.
     8.      Fasteignaumsjónarkerfi Daga tryggir skýra yfirsýn yfir rekstur fasteignar. Allar verkbeiðnir eru skráðar og kerfið tryggir eftirfylgni með framkvæmdum og rekjanleika verka.

     1.      Verksamningur um ræstingar – Dagar.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr.
     3.      Ótímabundinn en uppsegjanlegur.
     4.      Já. Um er að ræða minni háttar samning sem er með uppsagnarákvæði.
     5.      5,6 millj. kr. eða 0,3% af heildarfjárveitingu stofnunarinnar árið 2019.
     6.      Á ekki við, um er að ræða reglubundinn rekstrarsamning sem fellur ekki að sérstaklega tilgreindri stefnumörkun í fjármálaáætlun.
     7.      Júlí 2019.
     8.      Ræstingaþjónusta Daga er svansvottuð. Svansvottun tryggir að umhverfisvæn efni séu notuð í ræstingar og að önnur umhverfisáhrif séu lágmörkuð. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi í umhverfisvottun í heiminum.

    Svar við 9. og 10. tölul. um samninga Fjársýslunnar:
     9.      Nei.
     10.      Já, í gildi eru samningar sem gerðir voru fyrir gildistöku laga um opinber fjármál. Um er að ræða samninga um Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, tekjubókhaldskerfi og lánakerfi Libra. Nú stendur yfir endurskoðun þessara samninga.

Ríkiskaup.
     1.      UT-þjónusta og hýsing. Sensa.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr.
     3.      2021.
     4.      Nei.
     5.      5,7 millj. kr. eða 0,3% af heildarfjárveitingu stofnunarinnar árið 2019.
     6.      Á ekki við, um er að ræða reglubundinn rekstrarsamning sem fellur ekki að sérstaklega tilgreindri stefnumörkun í fjármálaáætlun.
     7.      Ríkiskaup fóru í örútboð sl. haust um kaup á þjónustu við hýsingu og rekstur á tölvukerfi stofnunarinnar.
     8.      Kröfum um mælikvarða sem lúta að verkþáttum þjónustunnar er lýst vel í útboðsgögnum og eru þær hluti af gildandi samningi við þá aðila sem eru með rammasamning í þessum málaflokki; þar með talið Sensa. Þetta eru m.a. kröfur um vottanir á starfsemi og tölvusölum bjóðenda skv. ISO 27001 (Upplýsingatækni – Öryggistækni – Stjórnkerfi upplýsingaöryggis – Kröfur) og 27002 (Upplýsingatækni – Öryggistækni – Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis).
     9.      Nei.
     10.      Nei.

Ríkiseignir.
     1.      Mainmanager/byggingarstjóri/hýsing/kerfis o.fl.
     2.      40. gr. laga um opinber fjármál, 3. mgr.
     3.      Ótímabundinn en uppsegjanlegur.
     4.      Já. Um er að ræða minni háttar samning sem er með uppsagnarákvæði.
     5.      6,5 millj. kr. eða 0,1% af heildarfjárveitingu stofnunarinnar árið 2019.
     6.      Á ekki við, reglubundinn rekstrarsamningur.
     7.      Farið er árlega yfir samninginn.
     8.      Í þessum samningi eru engir gæðamælikvarðar en gerð er krafa um hátt þjónustustig, vistun gagna þarf að vera samkvæmt opinberum stöðlum og gerð er krafa um ákveðna viðbragðsáætlun.
     9.      Nei.
     10.      Já.

    Bankasýsla ríkisins, yfirskattanefnd, Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins og skattrannsóknarstjóri eru ekki með samninga sem falla undir fyrirspurnina.