Ferill 841. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1773  —  841. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 36/2020.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (WÞÞ, HarB, NTF, PállM, SÞÁ).


    Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við 5. gr. fjárlaga fyrir árið 2020 bætist nýr liður, svohljóðandi:
          8.      Að heimila Ferðaábyrgðasjóði, sem er í vörslu Ferðamálastofu, að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða sem nema allt að 4.500 m.kr. enda stofnist í því sambandi krafa á hendur skipuleggjendum eða smásölum.