Ferill 847. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1796  —  847. mál.
Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni úrskurðarnefndar velferðarmála.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir úrskurðarnefnd velferðarmála?
    Samkvæmt 1. gr. laga nr. 85/2015, um úrskurðarnefnd velferðarmála, skal úrskurðarnefndin úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna úrskurðarnefndar velferðarmála og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Áætluð heildarfjárheimild úrskurðarnefndar velferðarmála fyrir árið 2020 samkvæmt fjárlögum nemur 213,9 millj. kr. Úrskurðarnefndin hefur einungis það verkefni að úrskurða í kærumálum og fellur allur kostnaður við rekstur nefndarinnar undir það verkefni.