Ferill 945. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1803  —  945. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um húsnæðislán sem bera uppgreiðslugjald.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu mörg virk lán Íbúðalánasjóðs bera uppgreiðslugjald?
     2.      Hversu há eru lánin samtals?
     3.      Hversu kostnaðarsamt yrði fyrir ríkissjóð að fella niður ákvæði lánanna um uppgreiðslugjald?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir skilmálabreytingu þannig að það verði hagstæðara fyrir skuldara framangreindra lána að greiða þau upp?