Ferill 869. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1829  —  869. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Sinfóníuhljómsveit Íslands?
    Sinfóníuhljómsveit Íslands er sjálfstæð stofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 36/1982. Í 2. gr. laganna segir: „Starf Sinfóníuhljómsveitarinnar miði að því að auðga tónmenningu Íslendinga, efla áhuga og þekkingu á æðri tónlist og gefa landsmönnum kost á að njóta hennar, m.a. með tónleikahaldi sem víðast um landið og með tónlistarflutningi í útvarp. Sérstaka áherslu ber að leggja á flutning og kynningu íslenskrar tónlistar, utan lands sem innan, ef tilefni gefast.“

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Kostnaður við hvert lögbundið verkefni er ekki tilgreindur í fjárlögum heldur er gerð grein fyrir fjárheimildum til hvers málefnasviðs og málaflokks. Starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands fellur undir málefnasvið 18.20 Menningarstofnanir. Fjárheimild Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 er 1.656,2 millj. kr.