Ferill 755. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1846  —  755. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Náttúruhamfaratryggingar Íslands.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Náttúruhamfaratrygging Íslands?
    Náttúruhamfaratrygging Íslands starfar samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, nr. 55/1992, og samnefndri reglugerð nr. 700/2019, þar sem kveðið er á um hlutverk og verkefni stofnunarinnar.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Náttúruhamfaratryggingar Íslands og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Náttúruhamfaratrygging Íslands er sjálfstæð stofnun með fimm manna lögskipaðri stjórn. Stofnunin er alfarið fjármögnuð með iðgjöldum og er það útfært með þeim hætti að allir munir sem eru brunatryggðir skulu einnig náttúruhamfaratryggðir fyrir sömu fjárhæð á hverjum tíma. Náttúruhamfaratrygging Íslands er ekki í fjárlögum og kemur því engin kostnaðarskipting á starfsemi stofnunarinnar fram þar.