Ferill 844. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1853  —  844. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni ÍL-sjóðs.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir ÍL-sjóður?
    Í 1. gr laga nr. 151/2019, um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs, kemur fram að ráðherra fer með yfirstjórn ÍL-sjóðs og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem verða eftir í ÍL-sjóði við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs, en í lögunum er nánar kveðið á um hlutverk og verkefni stofnunarinnar.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna ÍL-sjóðs og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    ÍL-sjóður fær ekki framlag í fjárlögum á árinu 2020 og kemur því engin kostnaðarskipting á starfsemi sjóðsins fram þar.