Ferill 959. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1862  —  959. mál.
Fyrirspurn


til forseta Alþingis um ferðakostnað þingmanna.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvenær var 3.–6. gr. reglna um þingfararkostnað sem fjalla um ferðakostnað og ferðir þingmanna síðast breytt og með hvaða hætti?
     2.      Hvenær var vinnureglum skrifstofu Alþingis um skráningu ferða og endurgreiðslu ferðakostnaðar skv. 3.–6. gr. reglna um þingfararkostnað síðast breytt og með hvaða hætti?


Skriflegt svar óskast.