Ferill 841. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1865  —  841. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 36/2020.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni, Ingu Sæland og Birni Leví Gunnarssyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 1:
20 Framhaldsskólastig
     1.      Við bætist nýr málaflokkur:
20.10 Framhaldsskólar
    02 Mennta- og menningarmálaráðuneyti
a.    Rekstrarframlög
1.000,0 1.000,0
b.     Framlag úr ríkissjóði
1.000,0 1.000,0
21 Háskólastig
     2.      Við bætist nýr málaflokkur:
21.10 Háskólar og rannsóknastarfsemi
    02 Mennta- og menningarmálaráðuneyti
a.    Rekstrarframlög
2.000,0 2.000,0
b.     Framlag úr ríkissjóði
2.000,0 2.000,0
34 Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir
3. Við bætist nýr málaflokkur:
34.10 Almennur varasjóður
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
a. Rekstrarframlög
2.400,0 2.400,0
b.     Framlag úr ríkissjóði
2.400,0 2.400,0

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um aukið framlag til framhaldsskóla og háskóla svo að þeir geti mætt auknum nemendafjölda vegna ástandsins í samfélaginu.
    Gerð er tillaga um 2,4 milljarða kr. framlag til að greiða uppsafnaðan kostnað sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana vegna kórónuveirufaraldursins.