Ferill 962. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1872  —  962. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þyrlukost Landhelgisgæslunnar.

Frá Smára McCarthy.

     1.      Hvernig var ákvörðun tekin um að nota H225-þyrlur hjá Landhelgisgæslunni?
     2.      Var farið í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu? Ef svo er, hvernig fór það útboð fram og hvernig var staðið að gerð útboðslýsingar?
     3.      Hvaða fyrirtæki hafa komið til greina sem leigusalar eða seljendur við hugsanleg kaup eða leigu á þyrlum hjá Landhelgisgæslunni á undanförnum áratug?
     4.      Hvernig fór áhættumat fram á H225-þyrlum samanborið við aðra valkosti, með hliðsjón af þekktum gírkassavandamálum tegundarinnar?
     5.      Hversu mikill tími hefur farið í viðhald á H225-þyrlum Landhelgisgæslunnar samanborið við viðhaldstíma á öðrum tegundum þyrla sem Landhelgisgæslan hefur haft til umráða? Hversu stór hluti viðhaldstímans í hvoru tilfellinu fyrir sig hefur verið vegna vandamála tengdum gírkassa eða málmögnum í olíu?


Skriflegt svar óskast.